Fótbolti

Dort­mund upp fyrir Bayern eftir tap hjá meisturunum í toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dortmund lék í sérstökum afmælisbúningum í dag.
Dortmund lék í sérstökum afmælisbúningum í dag. vísir/getty

Dortmund gekk frá Fortuna Dusseldorf er liðin mættust í þýska boltanum í dag en lokatölur urðu 5-0 eftir að Dortmund hafði verið 1-0 yfir í hálfleik.

Marco Reus kom Dortmund yfir en Thorgan Hazard og Jadon Sancho skoruðu annað og þriðja markið. Reus og Sancho bættu svo við sitthvoru markinu áður en yfir lauk.
Á sama tíma tapaði Bayern Munchen 2-1 fyrir Borussia Mönchengladbach í toppslag. Staðan var markalaus í hálfleik en Ivan Perisic kom meisturunum yfir á 49. mínútu.

Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir og Ramy Bensebaini jafnaði. Þeir fengu svo vítaspyrnu í uppbótartíma sem Ramy skoraði úr en í aðdraganda vítaspyrnunnar fékk Javi Martinez rautt spjald.

Dortmund er því í 3. sætinu með 26 stig, Bayern er nú í 6. sætinu með 24 stig en Mönchengladbach er á toppnum með 31 stig. Leipzig er í öðru sætinu með 30 stig eftir sigur á Hoffenheim, 3-1.
Augsburg er komið upp í 11. sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Mainz í dag en Alfreð Finnbogason er enn á meiðslalistanum.

Öll úrslit dagsins:
Dortmund - Fortuna Dusseldorf 5-0
Borussia Mönchengladbach - Bayern München 2-1
Augsburg - Mainz 2-1
Leipzig - Hoffenheim 3-1
Freiburg - Wolfsburg 1-0Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.