Fótbolti

Dort­mund upp fyrir Bayern eftir tap hjá meisturunum í toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dortmund lék í sérstökum afmælisbúningum í dag.
Dortmund lék í sérstökum afmælisbúningum í dag. vísir/getty
Dortmund gekk frá Fortuna Dusseldorf er liðin mættust í þýska boltanum í dag en lokatölur urðu 5-0 eftir að Dortmund hafði verið 1-0 yfir í hálfleik.

Marco Reus kom Dortmund yfir en Thorgan Hazard og Jadon Sancho skoruðu annað og þriðja markið. Reus og Sancho bættu svo við sitthvoru markinu áður en yfir lauk.





Á sama tíma tapaði Bayern Munchen 2-1 fyrir Borussia Mönchengladbach í toppslag. Staðan var markalaus í hálfleik en Ivan Perisic kom meisturunum yfir á 49. mínútu.

Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir og Ramy Bensebaini jafnaði. Þeir fengu svo vítaspyrnu í uppbótartíma sem Ramy skoraði úr en í aðdraganda vítaspyrnunnar fékk Javi Martinez rautt spjald.

Dortmund er því í 3. sætinu með 26 stig, Bayern er nú í 6. sætinu með 24 stig en Mönchengladbach er á toppnum með 31 stig. Leipzig er í öðru sætinu með 30 stig eftir sigur á Hoffenheim, 3-1.





Augsburg er komið upp í 11. sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Mainz í dag en Alfreð Finnbogason er enn á meiðslalistanum.

Öll úrslit dagsins:

Dortmund - Fortuna Dusseldorf 5-0

Borussia Mönchengladbach - Bayern München 2-1

Augsburg - Mainz 2-1

Leipzig - Hoffenheim 3-1

Freiburg - Wolfsburg 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×