Enski boltinn

Liverpool er öruggt með toppsætið yfir jólin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar marki á móti Manchester City með Roberto Firmino og Jordan Henderson.
Mohamed Salah fagnar marki á móti Manchester City með Roberto Firmino og Jordan Henderson. Getty/John Powell

Liverpool vann leik sinn um helgina og er áfram með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og í viðbót við það er liðið með fjórtán stigum meira en Englandsmeistarar Manchester City.

Þetta þýðir að Liverpool verður í toppsætinu yfir jólin í ár en það hefur oft boðað gott í ensku úrvalsdeildinni, það er fyrir önnur lið en Liverpool.

Átta af síðustu ellefu toppliðum yfir jólin hafa fylgt því eftir með því að vinna ensku deildina vorið eftir.

Þessi þrjú lið sem hafa klikkað eiga það öll sameiginlegt að spila heimaleiki sína á Anfield.



Liverpool liðið 2018-19, Liverpool liðið 2008-09 og Liverpool liðið 2013-14 voru öll á toppnum yfir jólin en misstu síðan af titlinum.

Manchester City vann titlana 2014 og 2019 en Manchester United vann titilinn 2009. Í öll þrjú skiptin endaði Liverpool í öðru sæti.

Það er ekki síst þessi staðreynd sem stressar upp stuðningsmenn Liverpool þrátt fyrir frábæra stöðu í ensku deildinni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×