Enski boltinn

Te­vez mætti á Audi og leik­mennirnir hlógu að honum: Roon­ey gaf honum Lam­borg­hini

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tevez og Rooney léttir í bragði.
Tevez og Rooney léttir í bragði. vísir/getty

Carlos Tevez, framherji Boca Juniors í Argentínu, er í ansi athyglisverðu viðtali hjá Marca í dag en þar segir hann meðal annars frá tíma sínum hjá Manchester United.Tevez gekk í raðir Man. United árið 2007 en þá kom hann frá West Ham. Argentínumaðurinn og Wayne Rooney náðu afar vel saman og skoruðu samanlangt 72 mörk er liðið vann Meistaradeildina og ensku deildina í tvígang.Tevez ákvað svo að skipta yfir til grannanna í Manchester City en hann segir frá skemmtilegri sögu af æfingasvæði United.„Hjá Manchester United þá mæti leikmenn á æfingar í Ferrari eða Lamborghini. Allir. Líka verstu leikmennirnir áttu Ferrari,“ sagði Argentínumaðurinn í viðtali við Marca.„Ég mætti í Audi bíl sem félagið lét mig hafa og þeir gerðu grín að mér eins og þetta væri Fiat 600. Ég talaði við Rooney og sturlaði maðurinn sem hann er sagði við mig: Taktu þennan Lamborghini.“

„Ég fór, án þess að vera skráður fyrir bílnum, og keyrðu um Manchester á bílnum hans. Hann gaf mér hann.“Tevez, sem leikur nú með Boca Juniors í heimalandinu, segir að hann eigi margt sameiginlegt með Rooney og ber mikla virðingu fyrir honum.„Ég sá mikið í honum því hann kom frá fátæku hverfi í Liverpool. Hann barðist fyrir öllum boltum eins og þeir voru þeir síðustu hjá honum. Þannig spilaði ég líka og ég sá mig endurspeglast í honum.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.