Fótbolti

Í beinni í dag: Úr­slita­leikur hjá Evrópu­meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Dijk og félagar eru í Austurríki.
Van Dijk og félagar eru í Austurríki. vísir/getty

Úrslitin ráðast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en síðasta umferðin í riðlum E, F, G og H fer fram í dag.

Evrópumeistarar Liverpool eru mættir til Austurríkis en Liverpool dugar jafntefli til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi þeir í Austurríki er ballið búið í Meistaradeildinni hjá meisturunum.
Barcelona er komið áfram í 16-liða úrslitin en þeir heimsækja Inter. Ítalska liðið þarf að sækja stig eða þrjú en Inter og Dortmund eru með sjö stig fyrir kvöldið. Dortmund mætir Slavia Prag á útivelli.

Í H-riðlinum er gífurleg spenna. Ajax er með tíu stig og Valencia og Chelsea með átta en Chelsea mætir botnliði Lille í kvöld sem er með eitt stig. Spennandi umferð þar.
Meistaradeildarmessan er að sjálfsögðu á sínum stað í kvöld sem og Meistaradeildarmörkin en alla dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu daga má sjá hér.

Beinar útsendingar dagsins:
17.45 Salzburg - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
19.15 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport)
19.50 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2)
19.50 Chelsea - Lille (Stöð 2 Sport 3)
19.50 Ajax - Valencia (Stöð 2 Sport 4)
22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.