Enski boltinn

Barton við Pardew á fyrsta deginum í New­cast­le: „Við viljum ekki hafa þig hérna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pardew og Barton á æfingasvæðinu.
Pardew og Barton á æfingasvæðinu. vísir/getty

Alan Pardew, fyrrum stjóri bæði Newcastle og Crystal Palace meðal annars, var gestur í hlaðvarsþættinum A Pint with Eamonn and the Gaffers á dögunum.Í þættinum er rætt við gamalreynda stjóra en nokkrir stjórar hafa komið í heimsókn á undanförnum vikum. Á meðal þeirra eru kempur eins og Sam Allardyce, Martin O’Neil og Steve McClaren.Alan Pardew tók við Newcastle af Chris Hughton í desember 2010 en það var strax á fyrsta degi sem hann lenti í hremmingum.„Fyrsta daginn sem ég var þarna þá opnast hurðin og þar er Joey Barton. Hann kemur inn og þetta er týpískur Joey og það var ekkert rugl. Ég bauð hann velkominn og spurði hvernig hann hefði það?“„Bara til þess að láta þig vita þá viljum við leikmennirnir ekki hafa þig hérna. Okkur finnst að þú eigir ekki að vera hérna og þú þarft að vita það,“ voru fyrstu orð Barton til Pardew.

„Ég held að þetta hafi verið það fyrsta sem hann sagði en mér líkaði þetta. Ég vissi að með leikmenn eins og Kevin Nolan, Joey Barton og stóra karaktera, að þú þyrftir að vinna þér inn virðingu.“„Eina leiðin til að vinna þér inn virðingu var að fara á æfingavöllinn og ná í úrslit,“ sagði Pardew.Pardew var stjóri Newcastle þangað til í desember 2014 er hann yfirgaf félagið til þess að taka við Crystal Palace. Hann stýrði Newcastle í 5. sætið tímabilið 2011/2012 og var valinn stjóri ársins það tímabilið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.