Sparisjóðirnir hættir að framkvæma erlendar millifærslur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 10:29 Stjórnvöld vinna nú að því að uppfylla skilyrði FATF og er vonast til þess að Ísland komist af listanum í febrúar á næsta ári. Vísir/getty Sparisjóðirnir munu ekki geta þjónustað viðskiptavini sína með erlendar millifærslur á næstunni. Viðskiptavinum sem þurfa að nýta sér slíka þjónustu er bent á að gera viðeigandi ráðstafanir hjá öðru fjármálafyrirtæki, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Sparisjóðanna. Á meðal ástæðanna eru auknar kröfur í tengslum við reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka en framkvæmdastjóri bankasviðs innan Kviku banka segir í samtali við Kjarnann að málið tengist þó ekki veru Íslands á hinum svokallaða gráa lista. Í tilkynningu Sparisjóðanna segir að samstarfsaðili sparisjóðanna geti ekki lengur veitt þessa þjónustu vegna krafna frá erlendum samstarfsaðila hans. Þá hafi Íslenskir bankar ekki treyst sér til að veita sparisjóðnum þessa þjónustu vegna krafna frá samstarfsaðilum sínum erlendis. „Erlendir samstarfsaðilar íslensku bankanna hafa nú útilokað slíkt samstarf vegna aukinna krafna í tengslum við reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vonast er til þess að þetta verði tímabundið ástand og að sparisjóðirnir geti aftur veitt ofangreinda þjónustu áður en langt um líður,“ segir í tilkynningu.Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í lok október til að ræða veru Íslands á gráum lista.Vísir/VilhelmÞannig verður ekki hægt að millifæra eða greiða til erlendra aðila eftir 6. desember 2019. Þá verður ekki hægt að móttaka greiðslur eða millifærslur frá erlendum aðilum eftir 13. desember 2019. Hið sama gildir um millifærslur á erlendum gjaldmiðli milli banka innanlands þar sem þær greiðslur fara í gegnum erlenda greiðslumiðlun. Þessi þjónustuskerðing er ekki sögð munu hafa áhrif á aðra þjónustu sparisjóðanna. Áfram verður til að mynda hægt að kaupa erlendan gjaldeyri, stofna gjaldeyrisreikninga og framkvæma innlendar og erlendar greiðslur með greiðslukortum. Í tilkynningu biðjast sparisjóðirnir afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kunni að valda. Sparisjóðirnir sem starfa undir vörumerkinu Sparisjóðurinn, og hér um ræðir, eru sparisjóðir Austurlands, Suður-Þingeyinga, Strandamanna og Höfðhverfinga.Tengist ekki gráa listanum Í frétt Kjarnans um málið segir að Kvika banki hafi hingað til séð um erlenda greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina en nýlega sagt upp samstarfinu vegna kröfu mótaðila bankans erlendis. Þá er haft eftir Magnúsi Inga Einarssyni, framkvæmdastjóri bankasviðs innan Kviku banka, að málið tengist ekki veru Íslands á gráum lista FATF eða nýrra reglugerða vegna peningaþvættis. Kvika hafi þurft að segja upp samstarfinu við sparisjóðina vegna breytts fyrirkomulags evru-greiðslna í Evrópu. Í tilkynningu sjóðanna er, eins og áður sagði, vísað í auknar kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Ísland komst í október á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar slíkar varnir. Þegar hafa erlend verðbréfafyrirtæki slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráa listanum. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að vera í viðskiptum við bandaríska uppgjörsfyrirtækið Apex Clearing Corporation. Stjórnvöld vinna nú að því að uppfylla skilyrði FATF og er vonast til þess að Ísland komist af listanum í febrúar á næsta ári. Þegar greint var frá því að Ísland gæti farið á gráa listann var lagt mat á möguleg áhrif. Það var samdóma álit stjórnvalda og erlendra ráðgjafa að áhrifin yrði óveruleg og var hvorki talið að niðurstaðan hefði bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi.Í fyrri útgáfu fréttarinnar var þessi tímabundna breyting hjá Sparisjóðunum sagt tengjast veru Íslands á gráum lista FATF. Það reyndist ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Sparisjóðirnir munu ekki geta þjónustað viðskiptavini sína með erlendar millifærslur á næstunni. Viðskiptavinum sem þurfa að nýta sér slíka þjónustu er bent á að gera viðeigandi ráðstafanir hjá öðru fjármálafyrirtæki, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Sparisjóðanna. Á meðal ástæðanna eru auknar kröfur í tengslum við reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka en framkvæmdastjóri bankasviðs innan Kviku banka segir í samtali við Kjarnann að málið tengist þó ekki veru Íslands á hinum svokallaða gráa lista. Í tilkynningu Sparisjóðanna segir að samstarfsaðili sparisjóðanna geti ekki lengur veitt þessa þjónustu vegna krafna frá erlendum samstarfsaðila hans. Þá hafi Íslenskir bankar ekki treyst sér til að veita sparisjóðnum þessa þjónustu vegna krafna frá samstarfsaðilum sínum erlendis. „Erlendir samstarfsaðilar íslensku bankanna hafa nú útilokað slíkt samstarf vegna aukinna krafna í tengslum við reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vonast er til þess að þetta verði tímabundið ástand og að sparisjóðirnir geti aftur veitt ofangreinda þjónustu áður en langt um líður,“ segir í tilkynningu.Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í lok október til að ræða veru Íslands á gráum lista.Vísir/VilhelmÞannig verður ekki hægt að millifæra eða greiða til erlendra aðila eftir 6. desember 2019. Þá verður ekki hægt að móttaka greiðslur eða millifærslur frá erlendum aðilum eftir 13. desember 2019. Hið sama gildir um millifærslur á erlendum gjaldmiðli milli banka innanlands þar sem þær greiðslur fara í gegnum erlenda greiðslumiðlun. Þessi þjónustuskerðing er ekki sögð munu hafa áhrif á aðra þjónustu sparisjóðanna. Áfram verður til að mynda hægt að kaupa erlendan gjaldeyri, stofna gjaldeyrisreikninga og framkvæma innlendar og erlendar greiðslur með greiðslukortum. Í tilkynningu biðjast sparisjóðirnir afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kunni að valda. Sparisjóðirnir sem starfa undir vörumerkinu Sparisjóðurinn, og hér um ræðir, eru sparisjóðir Austurlands, Suður-Þingeyinga, Strandamanna og Höfðhverfinga.Tengist ekki gráa listanum Í frétt Kjarnans um málið segir að Kvika banki hafi hingað til séð um erlenda greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina en nýlega sagt upp samstarfinu vegna kröfu mótaðila bankans erlendis. Þá er haft eftir Magnúsi Inga Einarssyni, framkvæmdastjóri bankasviðs innan Kviku banka, að málið tengist ekki veru Íslands á gráum lista FATF eða nýrra reglugerða vegna peningaþvættis. Kvika hafi þurft að segja upp samstarfinu við sparisjóðina vegna breytts fyrirkomulags evru-greiðslna í Evrópu. Í tilkynningu sjóðanna er, eins og áður sagði, vísað í auknar kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Ísland komst í október á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar slíkar varnir. Þegar hafa erlend verðbréfafyrirtæki slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráa listanum. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að vera í viðskiptum við bandaríska uppgjörsfyrirtækið Apex Clearing Corporation. Stjórnvöld vinna nú að því að uppfylla skilyrði FATF og er vonast til þess að Ísland komist af listanum í febrúar á næsta ári. Þegar greint var frá því að Ísland gæti farið á gráa listann var lagt mat á möguleg áhrif. Það var samdóma álit stjórnvalda og erlendra ráðgjafa að áhrifin yrði óveruleg og var hvorki talið að niðurstaðan hefði bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi.Í fyrri útgáfu fréttarinnar var þessi tímabundna breyting hjá Sparisjóðunum sagt tengjast veru Íslands á gráum lista FATF. Það reyndist ekki rétt og hefur verið leiðrétt.
Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44
Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33
Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15