Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. nóvember 2019 06:15 Á næstu vikum verður innleidd hér á landi ný Evrópulöggjöf um samræmt verklag verðbréfauppgjörs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vera Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF hefur ekki áhrif á áætlanir Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, systurfyrirtækis Kauphallarinnar, um að innleiða nýtt uppgjörskerfi sem byggir á alþjóðlegum stöðlum og mun auðvelda erlendum fjárfestum að koma inn á íslenska verðbréfamarkaðinn. „Þetta hefur engin áhrif á verkefnið sjálft. Það mun klárast óháð þessu og við höfum ekki fundið fyrir minnkandi áhuga erlendra fjárfesta á markaðinum vegna málsins,“ segir Magnús Kristinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, í samtali við Fréttablaðið. Eins og greint var frá í Markaðinum í gær var erlendum verðbréfareikningum tveggja Íslendinga lokað vegna veru Íslands á gráa lista FATF. Erlendu fyrirtækin sem lokuðu reikningunum áttu það sameiginlegt að vera í viðskiptum við bandaríska uppgjörsfyrirtækið Apex Clearing Corporation sem hefur sett Ísland á bannlista vegna ákvörðunar FATF. Á næstu vikum verður innleidd hér á landi ný Evrópulöggjöf um samræmt verklag verðbréfauppgjörs innan Evrópu (CSDR) en hún skapar grundvöll fyrir sameiningar verðbréfamiðstöðva. Evrópskar verðbréfamiðstöðvar Nasdaq voru sameinaðar árið 2017 og Nasdaq verðbréfamiðstöð mun á næsta ári bætast í þann hóp með sameiningu við Nasdaq CSD SE. Þá verður Nasdaq verðbréfamiðstöð hluti af samræmdri tækni- og þjónustuumgjörð. „Grálistunin hefur engin áhrif á sameininguna. Ég held að vandinn snúi aðallega að Íslendingum sem vilja eiga í viðskiptum erlendis og fái ekki þjónustu en síður að erlendum fjárfestum sem vilja koma hingað. Við höfum ekki heyrt um að erlendir aðilar séu orðnir fráhverfir því að fjárfesta á íslenska markaðinum út af þessu. Hins vegar getur verið að grái listinn hafi fælandi áhrif til lengri tíma en við höfum ekki orðið vör við bein áhrif enn sem komið er,“ segir Magnús Kristinn. Þá hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð ekki fengið athugasemdir frá uppgjörsfyrirtækinu Clearstream sem er í þjónustu hjá þeim vegna málsins. Það er til mikils að vinna með innleiðingu á uppgjörskerfi sem byggir á alþjóðlegum stöðlum að sögn Magnúsar. Aðgengi erlendra verðbréfamiðstöðva og fjármálafyrirtækja að Nasdaq CSD mun auðvelda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með íslensk verðbréf. Einnig verður lögð áhersla á að styðja við innlend fjármálafyrirtæki í þjónustu þeirra við erlenda viðskiptavini. „Það hafa verið hömlur í uppgjörsumhverfinu, bæði á tæknilegu hliðinni og í framkvæmd. Uppgjörin hafa verið framkvæmd upp á séríslenskan og óstaðlaðan máta sem hefur fælt erlenda fjárfesta frá. Alþjóðlegir staðlar munu auðvelda fjárfestum svo um munar að eiga viðskipti og ljúka uppgjöri með íslensk verðbréf,“ segir Magnús Kristinn. Stefnt er að því að ljúka innleiðingu á kerfinu næsta vor og standa þær áætlanir óbreyttar þó svo að Ísland hafi verið sett á gráan lista FATF.Einstök tilvik um stöðvun Seðlabanki Íslands fylgist með greiðslumiðlun milli Íslands og annarra landa, meðal annars í samvinnu við fjármálafyrirtæki hér á landi. Í svari frá Seðlabankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að enn sem komið er virðist staða landsins hjá FATF hafa haft mjög takmörkuð áhrif. „Þó er viðbúið að einhverra áhrifa geti gætt og hafa einstök tilvik komið upp þar sem greiðslur hafa verið stöðvaðar eða tafist hjá viðskiptavinum bankanna. Ekki hafa komið upp neinir erfiðleikar hjá Seðlabankanum. Þrátt fyrir að Seðlabankinn telji ekki að niðurstaða FATF hafi áhrif á fjármálastöðugleika á Íslandi og muni ekki hafa mikil áhrif á greiðslumiðlun milli landa, hefur bankinn metið það svo að erfiðara geti orðið að koma á nýjum viðskiptasamböndum,“ segir í svari Seðlabankans. Einnig sé hætt við því að erlend fjármögnun innlendra aðila geti orðið erfiðari þar sem einhverjir erlendir aðilar telji aukinnar áreiðanleikakönnunar þörf, slíkt svari ekki kostnaði og þeir sleppi því frekar að eiga í viðskiptum við innlenda aðila. „Mat á þessum áhrifum er ávallt nokkrum erfiðleikum háð þar sem meta þarf áhrif af viðskiptum sem hefðu getað orðið ef ekki væri fyrir stöðu Íslands hjá FATF.“ Ísland var sett á gráan lista alþjóðlega hópsins FATF um miðjan október vegna ófullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti. Stjórnvöld vinna nú að því að uppfylla skilyrði FATF og er vonast til að Ísland komist af listanum í febrúar á næsta ári. Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P býst ekki við því að staða Íslands á lista FATF muni hafa marktæk áhrif á fjárhag eða orðspor íslensku bankanna. Hún gæti hins vegar varpað neikvæðu ljósi á íslenska stofnanaumgjörð ef ekki er brugðist rétt við. Þetta kom fram í fréttabréfi S&P sem sent var í kjölfar ákvörðunarinnar.Auknar kannanir og fyrirspurnir Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á Samtök fjármálafyrirtækja (SFF). Þær sneru að því hvort samtökin og stofnunin hefðu orðið vör við neikvæð áhrif af veru Íslands á gráa lista FATF. „Við höfum ekki orðið vör við annað en það sem við var búist, það er að auknar áreiðanleikakannanir eru framkvæmdar í einhverjum tilfellum og aukning fyrirspurna,“ segir í svari SFF sem telur lykilatriði að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut sem þau hafa verið á undanfarið og vinni hörðum höndum að því að uppfylla útistandandi viðmið FATF svo að landið komist af listanum sem allra fyrst. Fjármálaeftirlitið hefur ekki upplýsingar um að viðskiptum við íslensk fjármálafyrirtæki hafi verið sagt upp eða þau orðið erfið. Eftirlitið mun áfram fylgjast með því hvort þeir aðilar sem heyra undir eftirlit stofnunarinnar verði fyrir áhrifum af ákvörðun FATF frá því í október.Fyrirsögnin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Markaðir Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Vera Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF hefur ekki áhrif á áætlanir Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, systurfyrirtækis Kauphallarinnar, um að innleiða nýtt uppgjörskerfi sem byggir á alþjóðlegum stöðlum og mun auðvelda erlendum fjárfestum að koma inn á íslenska verðbréfamarkaðinn. „Þetta hefur engin áhrif á verkefnið sjálft. Það mun klárast óháð þessu og við höfum ekki fundið fyrir minnkandi áhuga erlendra fjárfesta á markaðinum vegna málsins,“ segir Magnús Kristinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, í samtali við Fréttablaðið. Eins og greint var frá í Markaðinum í gær var erlendum verðbréfareikningum tveggja Íslendinga lokað vegna veru Íslands á gráa lista FATF. Erlendu fyrirtækin sem lokuðu reikningunum áttu það sameiginlegt að vera í viðskiptum við bandaríska uppgjörsfyrirtækið Apex Clearing Corporation sem hefur sett Ísland á bannlista vegna ákvörðunar FATF. Á næstu vikum verður innleidd hér á landi ný Evrópulöggjöf um samræmt verklag verðbréfauppgjörs innan Evrópu (CSDR) en hún skapar grundvöll fyrir sameiningar verðbréfamiðstöðva. Evrópskar verðbréfamiðstöðvar Nasdaq voru sameinaðar árið 2017 og Nasdaq verðbréfamiðstöð mun á næsta ári bætast í þann hóp með sameiningu við Nasdaq CSD SE. Þá verður Nasdaq verðbréfamiðstöð hluti af samræmdri tækni- og þjónustuumgjörð. „Grálistunin hefur engin áhrif á sameininguna. Ég held að vandinn snúi aðallega að Íslendingum sem vilja eiga í viðskiptum erlendis og fái ekki þjónustu en síður að erlendum fjárfestum sem vilja koma hingað. Við höfum ekki heyrt um að erlendir aðilar séu orðnir fráhverfir því að fjárfesta á íslenska markaðinum út af þessu. Hins vegar getur verið að grái listinn hafi fælandi áhrif til lengri tíma en við höfum ekki orðið vör við bein áhrif enn sem komið er,“ segir Magnús Kristinn. Þá hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð ekki fengið athugasemdir frá uppgjörsfyrirtækinu Clearstream sem er í þjónustu hjá þeim vegna málsins. Það er til mikils að vinna með innleiðingu á uppgjörskerfi sem byggir á alþjóðlegum stöðlum að sögn Magnúsar. Aðgengi erlendra verðbréfamiðstöðva og fjármálafyrirtækja að Nasdaq CSD mun auðvelda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með íslensk verðbréf. Einnig verður lögð áhersla á að styðja við innlend fjármálafyrirtæki í þjónustu þeirra við erlenda viðskiptavini. „Það hafa verið hömlur í uppgjörsumhverfinu, bæði á tæknilegu hliðinni og í framkvæmd. Uppgjörin hafa verið framkvæmd upp á séríslenskan og óstaðlaðan máta sem hefur fælt erlenda fjárfesta frá. Alþjóðlegir staðlar munu auðvelda fjárfestum svo um munar að eiga viðskipti og ljúka uppgjöri með íslensk verðbréf,“ segir Magnús Kristinn. Stefnt er að því að ljúka innleiðingu á kerfinu næsta vor og standa þær áætlanir óbreyttar þó svo að Ísland hafi verið sett á gráan lista FATF.Einstök tilvik um stöðvun Seðlabanki Íslands fylgist með greiðslumiðlun milli Íslands og annarra landa, meðal annars í samvinnu við fjármálafyrirtæki hér á landi. Í svari frá Seðlabankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að enn sem komið er virðist staða landsins hjá FATF hafa haft mjög takmörkuð áhrif. „Þó er viðbúið að einhverra áhrifa geti gætt og hafa einstök tilvik komið upp þar sem greiðslur hafa verið stöðvaðar eða tafist hjá viðskiptavinum bankanna. Ekki hafa komið upp neinir erfiðleikar hjá Seðlabankanum. Þrátt fyrir að Seðlabankinn telji ekki að niðurstaða FATF hafi áhrif á fjármálastöðugleika á Íslandi og muni ekki hafa mikil áhrif á greiðslumiðlun milli landa, hefur bankinn metið það svo að erfiðara geti orðið að koma á nýjum viðskiptasamböndum,“ segir í svari Seðlabankans. Einnig sé hætt við því að erlend fjármögnun innlendra aðila geti orðið erfiðari þar sem einhverjir erlendir aðilar telji aukinnar áreiðanleikakönnunar þörf, slíkt svari ekki kostnaði og þeir sleppi því frekar að eiga í viðskiptum við innlenda aðila. „Mat á þessum áhrifum er ávallt nokkrum erfiðleikum háð þar sem meta þarf áhrif af viðskiptum sem hefðu getað orðið ef ekki væri fyrir stöðu Íslands hjá FATF.“ Ísland var sett á gráan lista alþjóðlega hópsins FATF um miðjan október vegna ófullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti. Stjórnvöld vinna nú að því að uppfylla skilyrði FATF og er vonast til að Ísland komist af listanum í febrúar á næsta ári. Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P býst ekki við því að staða Íslands á lista FATF muni hafa marktæk áhrif á fjárhag eða orðspor íslensku bankanna. Hún gæti hins vegar varpað neikvæðu ljósi á íslenska stofnanaumgjörð ef ekki er brugðist rétt við. Þetta kom fram í fréttabréfi S&P sem sent var í kjölfar ákvörðunarinnar.Auknar kannanir og fyrirspurnir Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á Samtök fjármálafyrirtækja (SFF). Þær sneru að því hvort samtökin og stofnunin hefðu orðið vör við neikvæð áhrif af veru Íslands á gráa lista FATF. „Við höfum ekki orðið vör við annað en það sem við var búist, það er að auknar áreiðanleikakannanir eru framkvæmdar í einhverjum tilfellum og aukning fyrirspurna,“ segir í svari SFF sem telur lykilatriði að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut sem þau hafa verið á undanfarið og vinni hörðum höndum að því að uppfylla útistandandi viðmið FATF svo að landið komist af listanum sem allra fyrst. Fjármálaeftirlitið hefur ekki upplýsingar um að viðskiptum við íslensk fjármálafyrirtæki hafi verið sagt upp eða þau orðið erfið. Eftirlitið mun áfram fylgjast með því hvort þeir aðilar sem heyra undir eftirlit stofnunarinnar verði fyrir áhrifum af ákvörðun FATF frá því í október.Fyrirsögnin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Markaðir Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira