Kara Connect tryggir sér 160 milljónir Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. nóvember 2019 07:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect. fbl/ernir Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun með aðkomu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tveggja sænskra einkafjárfesta. Sjóðurinn mun eignast 10 prósenta hlut í félaginu. „Fjármögnun með aðkomu þessara sterku fjárfesta skiptir miklu máli fyrir félagið og gefur frábæru teymi tækifæri til að stækka, sérstaklega í sölu- og markaðsmálum, samhliða vexti í Danmörku. Íslenski markaðurinn hefur tekið hratt við sér og mörg spennandi og framsýn verkefni grundvölluð á kerfi Köru verða brátt sýnileg,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Kara Connect. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins kemur inn sem nýr fjárfestir og eignast sem fyrr segir 10 prósenta hlut í félaginu. Allir fyrri fjárfestar taka einnig þátt og auk þess bætast við nýir sænskir fjárfestar, félögin Poleved Industrial Performance AB og Skogsliden Finance AB. Kara Connect er örugg stafræn vinnustöð sem gerir sérfræðingum í heilbrigðis,- velferðar- og menntageiranum kleift að veita skjólstæðingum þjónustu og straumlínulaga rekstur sinn. Hátt í 700 sérfræðingar nýta sér Köru en með hugbúnaðinum geta þeir skráð og byggt yfirlit um hefðbundna fundi, fjarfundi og spjallfundi. Tugþúsundir fjarfunda hafa nú þegar farið fram. Heildarfjöldi notenda hefur meira en tvöfaldast frá áramótum og nemur hann nú yfir 4.300. Á meðal viðskiptavina Kara Connect eru SÁÁ, Óðinsvé í Danmörku og Kvíðameðferðarstöðin. Um er að ræða aðra fjármögnun félagsins en vorið 2018 fjárfesti Crowberry Capital í Kara Connect fyrir um 180 milljónir króna. Það gerði fyrirtækinu kleift að einbeita sér að þróun hugbúnaðarins með öryggismál að leiðarljósi. Kara er eini íslenski hugbúnaðurinn fyrir sérfræðinga sem er samþykktur af Landlæknisembættinu þegar litið er til gagnavistunar og fjarfundasamskipta við skjólstæðinga. Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, tekur sæti í stjórn félagsins ásamt Patrick de Muynck fyrir hönd sænsku fjárfestanna. Aðrir í stjórn félagsins eru Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri SMB Solutions, sem er jafnframt formaður stjórnar, Jenný Hrafnsdóttir, meðstofnandi Crowberry Capital, og Ari Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Tækni Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun með aðkomu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tveggja sænskra einkafjárfesta. Sjóðurinn mun eignast 10 prósenta hlut í félaginu. „Fjármögnun með aðkomu þessara sterku fjárfesta skiptir miklu máli fyrir félagið og gefur frábæru teymi tækifæri til að stækka, sérstaklega í sölu- og markaðsmálum, samhliða vexti í Danmörku. Íslenski markaðurinn hefur tekið hratt við sér og mörg spennandi og framsýn verkefni grundvölluð á kerfi Köru verða brátt sýnileg,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Kara Connect. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins kemur inn sem nýr fjárfestir og eignast sem fyrr segir 10 prósenta hlut í félaginu. Allir fyrri fjárfestar taka einnig þátt og auk þess bætast við nýir sænskir fjárfestar, félögin Poleved Industrial Performance AB og Skogsliden Finance AB. Kara Connect er örugg stafræn vinnustöð sem gerir sérfræðingum í heilbrigðis,- velferðar- og menntageiranum kleift að veita skjólstæðingum þjónustu og straumlínulaga rekstur sinn. Hátt í 700 sérfræðingar nýta sér Köru en með hugbúnaðinum geta þeir skráð og byggt yfirlit um hefðbundna fundi, fjarfundi og spjallfundi. Tugþúsundir fjarfunda hafa nú þegar farið fram. Heildarfjöldi notenda hefur meira en tvöfaldast frá áramótum og nemur hann nú yfir 4.300. Á meðal viðskiptavina Kara Connect eru SÁÁ, Óðinsvé í Danmörku og Kvíðameðferðarstöðin. Um er að ræða aðra fjármögnun félagsins en vorið 2018 fjárfesti Crowberry Capital í Kara Connect fyrir um 180 milljónir króna. Það gerði fyrirtækinu kleift að einbeita sér að þróun hugbúnaðarins með öryggismál að leiðarljósi. Kara er eini íslenski hugbúnaðurinn fyrir sérfræðinga sem er samþykktur af Landlæknisembættinu þegar litið er til gagnavistunar og fjarfundasamskipta við skjólstæðinga. Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, tekur sæti í stjórn félagsins ásamt Patrick de Muynck fyrir hönd sænsku fjárfestanna. Aðrir í stjórn félagsins eru Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri SMB Solutions, sem er jafnframt formaður stjórnar, Jenný Hrafnsdóttir, meðstofnandi Crowberry Capital, og Ari Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Tækni Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira