Viðskipti innlent

Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Hanna
Íslandsbanki sagði í dag upp tuttugu starfsmönnum. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri bankans, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða starfsfólk víða að í bankanum, þó ekki starfsfólk í efstu lögum bankans, og flestir hafi verið í starfi í höfuðstöðvunum í Smáralind. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.Edda segir að fækkað hafi í starfsliði bankans um alls níutíu á árinu þegar allt sé til talið. Fólki sagt upp, fólk hættir af sjálfsdáðum eða vegna aldurs og þar fram eftir bókunum. Tuttugu var sagt upp hjá bankanum í september og sextán í maí.Hún segir uppsagnirnar í dag ekki marka nein tímamót heldur sé um að ræða hagræðingaraðgerðir sem verið hafi til umræðu vegna breytinga í bankaþjónustu.Starfsfólk sé á uppsagnarfresti en það sé misjafnt eftir samningum starfsfólks til hve langs tíma fresturinn sé.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,52
11
167.087
ICESEA
2,41
6
64.330
EIK
1,91
2
20.760
REGINN
1,81
6
19.314
TM
1,35
4
100.425

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,62
14
1.821
LEQ
-3,17
1
495
ORIGO
-0,98
2
878
ARION
-0,15
7
2.482
EIM
0
2
219
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.