Viðskipti innlent

Hjónin selja bréfin sín í VÍS fyrir 1,5 milljarða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, hafa verið stærstu einkafjárfestar í VÍS undanfarin ár.
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, hafa verið stærstu einkafjárfestar í VÍS undanfarin ár. VÍSIR/ANTON BRINK
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í VÍS, og Guðmundur Þórðarson, eiginmaður hennar, seldu í morgun allan hlut sinn í tryggingafélaginu. Fyrir viðskiptin áttu hjónin, í gegnum félagið K2B fjárfestingar, 7,25 prósenta hlut í félaginu. Alls var um að ræða rúmlega 141,6 milljónir bréfa sem þau seldu á genginu 11 krónur og er heildarsöluverðið því ríflega 1,56 milljarðar króna.Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst voru kaupendur bréfanna breiður hópur fjárfesta og höfðu Fossar markaðir umsjón með viðskiptunum. Svanhildur var um tíma stjórnarformaður VÍS og hafa þau hjónin verið stærstu einkafjárfestarnir í félaginu undanfarin ár.Gustað hefur um stjórn VÍS á undanförnum árum og steig Svanhildur úr sæti stjórnarformanns félagsins í fyrra - vegna „persónulegra mála“ eins og það var orðað í útskýringu VÍS á sínum tíma. Embætti héraðssaksóknara hafði haft kaup þeirra hjóna, auk annarra fjárfesta, á hlut í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009 til skoðunar.Rannsóknin var til komin vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Ráðist var í handtökur og húsleit vegna rannsóknarinnar í fyrrasumar.


Tengdar fréttir

Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi

Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
1,69
11
246.884
ICESEA
1,02
2
276
MAREL
1
3
656
EIM
0,71
3
3.331
ICEAIR
0,57
17
2.247

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,81
3
2.424
TM
-0,75
2
1.743
ARION
-0,45
12
178.970
EIK
-0,28
1
760
SJOVA
-0,25
2
3.253
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.