Hjónin selja bréfin sín í VÍS fyrir 1,5 milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 10:33 Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, hafa verið stærstu einkafjárfestar í VÍS undanfarin ár. VÍSIR/ANTON BRINK Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í VÍS, og Guðmundur Þórðarson, eiginmaður hennar, seldu í morgun allan hlut sinn í tryggingafélaginu. Fyrir viðskiptin áttu hjónin, í gegnum félagið K2B fjárfestingar, 7,25 prósenta hlut í félaginu. Alls var um að ræða rúmlega 141,6 milljónir bréfa sem þau seldu á genginu 11 krónur og er heildarsöluverðið því ríflega 1,56 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst voru kaupendur bréfanna breiður hópur fjárfesta og höfðu Fossar markaðir umsjón með viðskiptunum. Svanhildur var um tíma stjórnarformaður VÍS og hafa þau hjónin verið stærstu einkafjárfestarnir í félaginu undanfarin ár. Gustað hefur um stjórn VÍS á undanförnum árum og steig Svanhildur úr sæti stjórnarformanns félagsins í fyrra - vegna „persónulegra mála“ eins og það var orðað í útskýringu VÍS á sínum tíma. Embætti héraðssaksóknara hafði haft kaup þeirra hjóna, auk annarra fjárfesta, á hlut í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009 til skoðunar. Rannsóknin var til komin vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Ráðist var í handtökur og húsleit vegna rannsóknarinnar í fyrrasumar. Kauphöllin Tryggingar Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. 26. október 2018 18:30 Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. 5. júní 2018 19:55 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í VÍS, og Guðmundur Þórðarson, eiginmaður hennar, seldu í morgun allan hlut sinn í tryggingafélaginu. Fyrir viðskiptin áttu hjónin, í gegnum félagið K2B fjárfestingar, 7,25 prósenta hlut í félaginu. Alls var um að ræða rúmlega 141,6 milljónir bréfa sem þau seldu á genginu 11 krónur og er heildarsöluverðið því ríflega 1,56 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst voru kaupendur bréfanna breiður hópur fjárfesta og höfðu Fossar markaðir umsjón með viðskiptunum. Svanhildur var um tíma stjórnarformaður VÍS og hafa þau hjónin verið stærstu einkafjárfestarnir í félaginu undanfarin ár. Gustað hefur um stjórn VÍS á undanförnum árum og steig Svanhildur úr sæti stjórnarformanns félagsins í fyrra - vegna „persónulegra mála“ eins og það var orðað í útskýringu VÍS á sínum tíma. Embætti héraðssaksóknara hafði haft kaup þeirra hjóna, auk annarra fjárfesta, á hlut í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009 til skoðunar. Rannsóknin var til komin vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Ráðist var í handtökur og húsleit vegna rannsóknarinnar í fyrrasumar.
Kauphöllin Tryggingar Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. 26. október 2018 18:30 Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. 5. júní 2018 19:55 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15
FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. 26. október 2018 18:30
Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. 5. júní 2018 19:55