Körfubolti

Stærsta tap Golden State í 46 ár: „Sturtaðu þessu niður í klósettið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eric Paschall var stigahæstur í liði Golden State gegn Dallas með 22 stig.
Eric Paschall var stigahæstur í liði Golden State gegn Dallas með 22 stig. vísir/getty

Golden State Warriors tapaði með 48 stiga mun fyrir Dallas Mavericks, 142-94, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er stærsta tap Golden State síðan 1973, eða í 46 ár.

Golden State hefur verið með besta liðið í NBA undanfarin fimm ár en nú er öldin önnur. Allir bestu leikmenn Golden State eru meiddir og liðið er með versta árangurinn í NBA (þrjá sigra og 13 töp).

Luka Doncic, Slóveninn magnaði í liði Dallas, var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð. Hann skoraði 35 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.

Í 1. leikhluta skoraði Doncic fleiri stig (22) en allt Golden State-liðið (16). Hann skoraði 33 af 35 stigum sínum í fyrri hálfleik. Doncic spilaði aðeins 25 mínútur í leiknum en Rick Carlisle, þjálfari Dallas, gat leyft öllum að spila þar sem úrslitin voru snemma ráðin. Dallas jafnaði félagsmet með því að skora 22 þriggja stiga körfur í leiknum.

Golden State var aðeins með átta leikmenn á skýrslu í leiknum í nótt, sem er lágmark í NBA, og enginn þeirra lék með liðinu á síðasta tímabili.

„Sturtaðu þessu niður í klósettið. Við verðum bara að halda áfram. Við getum ekkert tekið út úr leik sem þessum,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, eftir leikinn í nótt.

Tapið var það stærsta hjá Golden State síðan liðið tapaði með 56 stigum, 70-126, fyrir Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar 21. apríl 1973.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.