Viðskipti innlent

Jón er nýr stjórnarformaður Símans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða og nú einnig stjórnarformaður Símans.
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða og nú einnig stjórnarformaður Símans.
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða, er nýr stjórnarformaður Símans eftir að ný stjórn kjörinn í dag. Helga Valfells hefur verið kjörin varaformaður stjórnarinnar.

Ný stjórn var kjörin á hluthafafundi í morgun. Þar dró til tíðinda þar sem hollenski fjárfestirinn Bertrand Kan, sem var stjórnarformaður Símans, náði ekki kjöri. Jón og Kolbeinn Árnason, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, koma nýir inn í stjórnina.

Alls voru sex í framboði til stjórnar og var Bertrand Kan, sem tók sæti í stjórn Símans vorið 2016, sá eini sem náði ekki kjöri.

Auk Jóns og Kolbeins voru Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður rekstrarsviðs Icelandair, Bjarni Þorvarðarson, forstjóri lyfjaframleiðandans Coripharma, og áðurnefnd Helga, framkvæmdastjóri nýsköpunarsjóðsins Crowberry Capital skipuð í stjórn.

Stoðir, þar sem Jón er stjórnarformaður eru stærsti einstaki eigandinn í Símanum með 14% eignarhlutfall.


Tengdar fréttir

Stjórnarformaðurinn náði ekki kjöri í stjórn Símans

Hollenski fjárfestirinn Bertrand Kan, stjórnarformaður Símans, náði ekki kjöri í stjórn fyrirtækisins á hluthafafundi í morgun. Fyrir fundinn var lögð fram tillaga að afturkalla umboð stjórnarmanna áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um þá sem buðu fram krafta sína.

Jón og Kolbeinn vilja fara í stjórn Símans

Útlit fyrir átök um stjórnarsæti í Símanum. Stoðir tefla fram Jóni Sigurðssyni og þá mun Kolbeinn Árnason lögmaður sækjast eftir stuðningi til að koma nýr inn í stjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×