Viðskipti innlent

Stjórnarformaðurinn náði ekki kjöri í stjórn Símans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bertrand Kan.
Bertrand Kan.
Hollenski fjárfestirinn Bertrand Kan, stjórnarformaður Símans, náði ekki kjöri í stjórn fyrirtækisins á hluthafafundi í morgun. Fyrir fundinn var lögð fram tillaga að afturkalla umboð stjórnarmanna áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um þá sem buðu fram krafta sína.Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða sem fóru fram á stjórnarkjörið, og Kolbeinn Árnason, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, koma nýir inn í stjórnina. Ksenia Nekrasova gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.Stoðir eru stærsti einstaki eigandinn í Símanum með 14% eignarhlutfall.Alls voru sex í framboði til stjórnar og var Bertrand Kan, sem tók sæti í stjórn Símans vorið 2016, sá eini sem náði ekki kjöri.Auk Jóns og Kolbeins voru Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður rekstrarsviðs Icelandair, Bjarni Þorvarðarson, forstjóri lyfjaframleiðandans Coripharma, og Helga Valfells, framkvæmdastjóri nýsköpunarsjóðsins Crowberry Capital skipuð í stjórn.Fyrir kjörið var ljóst að Helga og Sylvía myndu halda sætum sínum vegna kynjakvóta.


Tengdar fréttir

Jón og Kolbeinn vilja fara í stjórn Símans

Útlit fyrir átök um stjórnarsæti í Símanum. Stoðir tefla fram Jóni Sigurðssyni og þá mun Kolbeinn Árnason lögmaður sækjast eftir stuðningi til að koma nýr inn í stjórn.

Geta selt Símabréfin

Fjárfestahópurinn sem keypti fimm prósenta hlut í Símanum í umdeildri sölu Arion banka í ágúst 2015 getur nú selt bréfin. Söluhömlum var aflétt 1. janúar en við opnun markaða þann dag nam gengi hlutabréfa Símans 3,13 krónum. Virði þeirra hafði þá hækkað um 24 prósent síðan hópurinn keypti þau á genginu 2,518 fyrir 1.215 milljónir króna. Gátu meðlimir hans því selt öll fimm prósentin á 1.510 milljónir króna þegar söluhömlunum var aflétt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
2,41
6
64.330
SIMINN
2,28
10
135.612
EIK
1,91
2
20.760
REGINN
1,81
5
14.329
TM
1,35
4
100.425

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,62
11
1.746
LEQ
-3,17
1
495
ORIGO
-0,66
1
709
MAREL
-0,42
7
110.573
EIM
0
2
219
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.