Körfubolti

Antetokounmpo skaut Bucks á toppinn í Austrinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Góður
Góður vísir/getty

Tveir leikir voru á dagskrá NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í nótt og maður kvöldsins var klárlega Grikkinn stóri og stæðilegi Giannis Antetokounmpo.

Hann fór fyrir liði Milwaukee Bucks sem var með Portland Trail Blazers í heimsókn en Giannis gerði 24 stig, tók 19 fráköst og gaf 15 stoðsendingar en Eric Bledsoe var stigahæstur í liði Bucks með 30 stig.

Hjá Trail Blazers fór CJ McCollum mikinn; gerði 40 stig og gaf 10 stoðsendingar. Gamla brýnið Carmelo Anthony minnti á sig og gerði 18 stig en hann var í byrjunarliðinu eftir að hafa nýlega gengið til liðs við félagið.

Í hinum leiknum vann New Orleans Pelicans sigur á Phoenix Suns í spennandi leik, 121-124. Brandon Ingram, JJ Redick og Jrue Holiday gerðu allir meira en 20 stig hvor fyrir Pelicans en Kelly Oubre Jr. var atkvæðamestur heimamanna með 25 stig. 

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.