Viðskipti erlent

Lagarde hvetur til aukinna fjárfestinga

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Nýr bankastjóri Seðlabanka Evrópu segir mikilvægt fyrir ríki evrusvæðisins að auka fjárfestingar svo þau verði sjálfbærari og viðskiptahalli minnki.

Christine Lagarde flutti sína fyrstu ræðu sem seðlabankastjóri Evrópu í Frankfurt í dag. Hún virtist beina orðum sínum sérstaklega að þeim ríkjum evrusvæðisins sem hafa dregið úr fjárfestingum. Til að mynda Þýskalandi. 

„Fjárfestingar eru sérstaklega brýnn þáttur í þeim ráðstöfunum sem við þurfum að grípa til gegn áskorunum okkar því eftirspurn dagsins í dag og framboð morgundagsins eru í húgi. Auðvitað þurfa fjárfestingar að vera landsmiðaðar en í dag er þverlæg þörf fyrir fjárfestingar í sameiginlegri frmatíð þar sem seaman fer aukin framleiðni með stafrænni og grænni áherslu,“ sagði Lagarde.

Þá sagði Lagarde að þótt öllu mætti vissulega ofgera væru fjárfestingar á evrusvæðinu nú í algjöru lágmarki. „Ef við skoðum opinbera fjárfestingu á evrusvæðinu er hún minni en hún var fyrir kreppuna og hlutdeild framleislukostnaðar í heildarkostnaði, sem spanna rannsóknir á sviði innviða, þróunar og menntunar, hefur einnig lækkað á nær öllu evrusvæðinu frá lokum kreppunnar.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.