Viðskipti innlent

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs haggast ekki

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þrjú matsfyrirtæki meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands. Þau eru, auk Fitch Ratings, Moody's Investors Service og Standard & Poor's.
Þrjú matsfyrirtæki meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands. Þau eru, auk Fitch Ratings, Moody's Investors Service og Standard & Poor's.

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs eru óbreyttar, langtímaeinkunnir í innlendri og erlendri mynt standa í A og skammtímaeinkunnir eru óbreyttar í F1+, hæstu einkunn í flokknum. Horfur eru stöðugar. Þetta kemur fram í mati matsfyrirtækisins Fitch Ratings á lánshæfi ríkissjóðs sem birt var í dag.

Tilkynnt er um hið nýbirta mat á vef fjármálaráðuneytisins. Haft er upp úr fréttatilkynningu Fitch að A-lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli m.a. háa landsframleiðslu á mann og góða stöðu ríkisfjármála. Stærð hagkerfisins og takmarkaður fjölbreytileiki útflutnings dragi einkunnina hins vegar niður.

„Verulegur bati á efnahagsreikningi hins opinbera, studd varfærinni stefnu í opinberum fjármálum, ásamt frekari bata í ytri stöðu og viðnámsþrótti hagkerfisins til að bregðast við ytri áföllum, gætu leitt til hærri lánshæfiseinkunnar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Hins vegar gæti „viðvarandi og skarpari niðursveifla“ en gert er ráð fyrir nú, með tilheyrandi áhrifum á bankakerfið, ásamt verulegu fjármagnsútflæði sem ógnað gæti fjármálastöðugleika, leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.

Þrjú matsfyrirtæki meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands. Þau eru, auk áðurnefnds Fitch Ratings, Moody’s Investors Service og Standard & Poor’s. Lánshæfismat gegnir mikilvægu hlutverki á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Matsfyrirtækin veita lántakendum á mörkuðum lánshæfiseinkunn sem hefur mikil áhrif á lánskjör þeirra, að því er segir um lánshæfi ríkissjóðs á vef Seðlabanka Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.