Viðskipti innlent

Lægri tekjur af ferðaþjónustu

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Verðmæti þjónustuútflutnings var 26 milljörðum króna lægra á þriðja ársfjórðungi 2019 en í fyrra.
Verðmæti þjónustuútflutnings var 26 milljörðum króna lægra á þriðja ársfjórðungi 2019 en í fyrra. Vísir/Vilhelm
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru tekjur af þjónustuútflutningi 222,6 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi 2019. Útgjöld af innfluttri þjónustu voru 121,3 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd var jákvæður um 101,3 milljarða, það er 22,1 milljarði minna en á sama tíma árið 2018.

Verðmæti þjónustuútflutnings var 26 milljörðum króna lægra á þriðja ársfjórðungi 2019 en í fyrra. Það er 10,4 prósenta lækkun. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu lækkuðu um 3,7 prósent á milli ára eða um 4,6 milljarða króna.

Tekjur af samgöngum og flutningum á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 18,3 milljarða króna eða 21,7 prósent. Mestur samdráttur var í tekjum af flugi með farþega.

Heildarverðmæti þjónustuútflutnings á sama tímabili var 50,3 prósent, sem nam 112,1 milljarði króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×