Handbolti

Íslandsmeistararnir steinlágu fyrir HK að Hlíðarenda

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valur átti engin svör gegn HK
Valur átti engin svör gegn HK

Undur og stórmerki áttu sér stað í Olís-deild kvenna í dag þegar HK heimsótti Val að Hlíðarenda.

Kópavogskonur voru miklu betri í leiknum og leiddu með þremur mörkum í leikhléi, 14-17. Í síðari hálfleik héldu HK-ingar áfram að fara illa með taplausar Valskonur og fór að lokum svo að HK vann sannfærandi sjö marka sigur, 24-31.

Díana Sigmarsdóttir fór mikinn og gerði 10 mörk fyrir HK en Lovísa Thompson var atkvæðamest heimakvenna með sjö mörk.

Þetta var fyrsta tap Vals í deildinni í vetur en HK er nú komið með átta stig í 5.sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.