Viðskipti innlent

Helga gengin til liðs við Líf og sál

Atli Ísleifsson skrifar
Helga Þórólfsdóttir.
Helga Þórólfsdóttir.

Helga Þórólfsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi við sáttamiðlun hjá sálfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Lífi og sál.

Í tilkynningu segir að Helga hafi á árunum 2015 til 2019 haft yfirumsjón með ráðgjöf um samvinnu innan Rauða krossins – fyrst í Írak og Íran en síðar með áherslu á Evrópu og Mið-Asíu með aðsetur í Búdapest.

„Árin 2010-2015 kenndi Helga við Háskóla Íslands (HÍ), Háskólann á Bifröst og við Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Á árunum 2009-2013 vann hún fyrir utanríkisráðuneytið sem ráðgjafi við stefnumótun í jafnréttismálum og fyrir NATO sem ráðgjafi um góða stjórnarhætti auk þess sem hún var skipuð þróunar- og jafnréttisfulltrúi í Afganistan.

Helga var yfirmaður alþjóðastarfs Rauða krossins frá 2001–2008.  Hún var stjórnandi hjálparstarfs Rauða krossins á vettvangi átaka og náttúruhamfara á árunum 1993-2000 í Sómalíu, Líberíu, Georgíu, Tajikistan, Bosníu, Úganda og Indlandi. Auk þess hefur Helga unnið hjá Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ.

Helga er í doktorsnámi í mannfræði við HÍ. Hún lauk tveimur meistaraprófum við Bradford háskóla í Englandi árið 2004, í friðarfræðum og í lausn ágreiningsmála. Árið 1981 útskrifaðist hún með lokapróf í félagsráðgjöf frá háskólanum í Lundi,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.