Viðskipti innlent

SidekickHealth verðlaunað

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri SidekickHealth
Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri SidekickHealth

Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth hlaut annað sæti í keppni EIT Digital fyrir að vera á meðal bestu heilbrigðistæknifyrirtækja í Evrópu.

EIT Digital, sem er á vegum Evrópusambandsins, horfir til fyrirtækja sem geta vaxið hratt og veitti tíu fyrirtækjum verðlaun í fimm flokkum.

„Verðlaunin eru sterk vísbending og viðurkenning á því sem við erum að gera,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda fyrirtækisins. „Það sem skiptir okkur mestu máli á þessum tímapunkti er stuðningurinn sem við fáum í gegnum EIT Digital, sem felst í því að leiða saman nýsköpunarfyrirtæki og hugsanlega viðskiptavini og fjárfesta til að styðja við áframhaldandi vöxt okkar.“

Hann segir að Evrópusambandið sé meðvitað um það að stærstu nýsköpunar- og tæknifyrirtæki heimsins komi að mestu leyti frá Bandaríkjunum og Kína. „Mótvægið í Evrópu er helst í Svíþjóð. Það er leynt og ljóst verið að leita eftir fyrirtækjum sem talið er að geti skarað fram úr á heimsvísu og SidekickHealth er í þeim hópi.“ – hvjAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.