Viðskipti innlent

SidekickHealth verðlaunað

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri SidekickHealth
Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri SidekickHealth
Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth hlaut annað sæti í keppni EIT Digital fyrir að vera á meðal bestu heilbrigðistæknifyrirtækja í Evrópu.EIT Digital, sem er á vegum Evrópusambandsins, horfir til fyrirtækja sem geta vaxið hratt og veitti tíu fyrirtækjum verðlaun í fimm flokkum.„Verðlaunin eru sterk vísbending og viðurkenning á því sem við erum að gera,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda fyrirtækisins. „Það sem skiptir okkur mestu máli á þessum tímapunkti er stuðningurinn sem við fáum í gegnum EIT Digital, sem felst í því að leiða saman nýsköpunarfyrirtæki og hugsanlega viðskiptavini og fjárfesta til að styðja við áframhaldandi vöxt okkar.“Hann segir að Evrópusambandið sé meðvitað um það að stærstu nýsköpunar- og tæknifyrirtæki heimsins komi að mestu leyti frá Bandaríkjunum og Kína. „Mótvægið í Evrópu er helst í Svíþjóð. Það er leynt og ljóst verið að leita eftir fyrirtækjum sem talið er að geti skarað fram úr á heimsvísu og SidekickHealth er í þeim hópi.“ – hvj

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,88
0
0
ORIGO
0,67
4
46.689
REITIR
0,64
15
259.408
REGINN
0
8
40.923
ICEAIR
0
0
0

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,5
3
40.970
HAGA
-2,29
13
229.314
FESTI
-2,05
10
182.389
VIS
-1,89
8
176.627
MAREL
-1,69
22
239.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.