Handbolti

For­setinn sá bróður sinn tapa gegn Ála­borg í Ís­lendinga­slag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bræðurnir flottir.
Bræðurnir flottir. mynd/skjern
Forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson, var mættur í Skjern Bank Arena í kvöld er Skjern og Álaborg mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Bróður Guðna, Patrekur Jóhannesson, er þjálfari Skjern og Guðni var mættur í heimsókn. Það vakti var ekki nóg því Skjern fékk skell gegn ríkjandi meisturum.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Álaborg leiddi 18-15 í hálfleik en keyrði yfir heimamenn í síðari hálfleik. Þeir náðu mest átta marka forystu.

Heimamenn í Skjern voru ekki hættir. Þeir náðu að laga stöðuna. Minnkuðu muninn nest niður í eitt mörk en nær komust þeir ekki. Lokatölur 30-28.Björgvin Páll Gústavsson var með 30% markvörslu í marki Skjern en Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá liðinu með sjö mörk. Hann lagði þar að auki upp eitt mark.

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk úr sjö skotum hjá Álaborg. Að auki gaf hann sjö stoðsendingar.

Álaborg er á toppi deildarinnar með sex stiga forskot en Skjern er í 5. sætinu.

Bjerringbro/Silkeborg skaut upp í 4. sætið með sigri á Nordsjælland, 32-29. Bjerringbro var 17-13 yfir í hálfleik en Þráinn Orri Jónsson skoraði eitt mark í leiknum fyrir Bjerringbro.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.