Bíó og sjónvarp

Chris Pratt á Skálafellsjökli

Birgir Olgeirsson skrifar
Bandaríski leikarinn Chris Pratt.
Bandaríski leikarinn Chris Pratt. Vísir/Getty
Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt er kominn til landsins. Hann birtir myndband af sér á Instagram þar sem hann er greinilega kappklæddur á jökli á Suðurlandi. Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 23 milljónir, og gefur þeim vísbendingar um hvar hann sé staddur.

Hann segir að það sé skítkalt en fallegt og að landið sé að miklu leyti búið til úr ís. Þá birtir hann mynd af upphækkuðum jeppa sem vekur greinilega athygli hans.

Þeir sem þekkja til eru á því að þessar myndir sem Pratt birtir séu frá Jöklaseli við Skálafellsjökul.

Chris Pratt með notendanafnið @prattprattpratt á Instagram.
Leikstjóri myndarinnar er Chris McKay sem er þekktastur fyrir myndirnar Robot Chicken, The Lego Movie og The Lego Batman Movie. Auk Pratt fara Yvonne Srahovski, J.K. Simmons, Betty Gilpin og Sam Richardson með hlutverk í myndinni.

Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina.

Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum.

Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum á jóladag 2020.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.