Viðskipti innlent

Landsbankinn lækkar vexti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Höfuðstöðvar Landsbankans
Höfuðstöðvar Landsbankans Fréttablaðið/GVA

vaxtatafla Landsbankans tekur gildi í dag. Taflan ber með sér margvíslegar vaxtalækkanir, bæði á íbúða- og innlánum.

Þó svo að ástæðu breytinganna sé ekki getið á vef Landsbankans þá má setja þær í samhengi við lækkun stýrivaxta í síðustu viku. Er nú svo komið að stýrivextir hafa lækkað um 1,5 prósentur frá því vor og standa  í 3 prósentum, hafa aldrei verið lægri.

Vaxtabreytingar Landsbankans, sem bankinn greindi frá í morgun, eru eftirfarandi:

Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða lækka um 0,20 prósentustig en fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir til 60 mánaða eru óbreyttir.

Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,15 prósentustig og aðrir breytilegir óverðtryggðir vextir útlána lækka almennt um 0,10-0,25 prósentustig.

Innlánsvextir almennra veltureikninga eru óbreyttir og aðrir innlánsvextir standa ýmist í stað eða lækka um allt að 0,25 prósentustig.

Breytilegir verðtryggðir vextir íbúðalána lækka um 0,05 prósentustig og verðtryggðir innlánsvextir lækka um 0,05 prósentustig.

Samanburð á vaxtakjörum má nálgast á vef Aurbjargar.


Tengdar fréttir

Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri

Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.