Körfubolti

Tíundi sigurinn í röð hjá Celtics

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Celtics er óstöðvandi
Celtics er óstöðvandi vísir/getty

Boston Celtics vann tíunda leikinn í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið sigraði Golden State Warriors.

Það hafa verið mikil meiðslavandræði í herbúðum Warriors í upphafi tímabils en sjóðheitt lið Celtics þurfti þó að hafa fyrir sigrinum.

Jayson Tatum kom Boston yfir þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum og Boston hélt í þá forystu, lokatölur urðu 105-100 fyrir Boston.

Annað lið sem er á mikilli siglingu er Los Angeles Lakers. Lakers vann 99-97 sigur á Sacramento Kings á heimavelli.

LeBron James og Anthony Davis eru orðnir að mjög öflugu pari, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað saman í 12 leikjum. Davis átti ekkert sérstakan leik sóknarlega í nótt svo James tók að sér að draga vagninn.

Hann skoraði 29 stig og gaf 11 stoðsendingar.

Það voru þeir tveir sem tryggðu sigurinn. James fór á vítalínuna með 5,5 sekúndur á klukkunni og kom Lakers yfir. Harrison Barnes ætlaði að jafna fyrir Kings þegar tíminn var að renna út en Davis varði skot hans og tryggði 10 sigur Lakers í 11 leikjum.
Úrslit næturinnar:
Charlotte Hornets - Detroit Pistons 109-106
Orlando Magic - San Antonio Spurs 111-109
Houston Rockets - Indiana Pacers 111-102
Oklahoma City Thunder - Philadelphia 76ers 127-119
Memphis Grizzlies - Utah Jazz 107-106
Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 116-137
Golden Stae Warriors - Boston Celtics 100-105
Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 99-97

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.