Körfubolti

Aftur stórleikur hjá Martin í sterkustu körfuboltadeild Evrópu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í síðasta leik Alba í EuroLeague.
Martin í síðasta leik Alba í EuroLeague. vísir/getty
Martin Hermannsson heldur áfram að gera það gott í Meistaradeild körfuboltans, EuroLeague en hann átti góðan leik í sigri Alba Berlín á Crvena Zvezda, Rauðu Stjörnunni, í kvöld.

Martin lék á alls oddi í síðustu viku er Alba vann sinn fyrsta sigur í EuroLeague riðlinum og hann hélt uppteknum hætti fyrir framan 8 þúsund áhorfendur í Berlín í kvöld.







Heimamenn unnu alla fjóra leikhlutana í kvöld. Þeir voru 46-34 yfir í hálfeik og sigurinn var aldrei í hættu. Að endingu varð munurinn tólf stig, 92-80.

Martin var næst stigahæstur í liði Alba. Hann skoraði sextán stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst.

Alba er því komið með tvo sigra í röð og færist upp að hlið Valencia, Fenerbache og Rauðu stjörnunni sem eru einnig með tvo sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×