Körfubolti

Aftur stórleikur hjá Martin í sterkustu körfuboltadeild Evrópu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í síðasta leik Alba í EuroLeague.
Martin í síðasta leik Alba í EuroLeague. vísir/getty

Martin Hermannsson heldur áfram að gera það gott í Meistaradeild körfuboltans, EuroLeague en hann átti góðan leik í sigri Alba Berlín á Crvena Zvezda, Rauðu Stjörnunni, í kvöld.

Martin lék á alls oddi í síðustu viku er Alba vann sinn fyrsta sigur í EuroLeague riðlinum og hann hélt uppteknum hætti fyrir framan 8 þúsund áhorfendur í Berlín í kvöld.

Heimamenn unnu alla fjóra leikhlutana í kvöld. Þeir voru 46-34 yfir í hálfeik og sigurinn var aldrei í hættu. Að endingu varð munurinn tólf stig, 92-80.

Martin var næst stigahæstur í liði Alba. Hann skoraði sextán stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst.

Alba er því komið með tvo sigra í röð og færist upp að hlið Valencia, Fenerbache og Rauðu stjörnunni sem eru einnig með tvo sigra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.