Viðskipti innlent

Þjóðhagsspá kynnt í dag

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Síðastliðið haust þurfti að gera umtalsverðar breytingar á fjárlögum vegna samdráttarspár Hagstofunnar.
Síðastliðið haust þurfti að gera umtalsverðar breytingar á fjárlögum vegna samdráttarspár Hagstofunnar. Vísir/HANNA
Fulltrúar Hagstofunnar kynna nýja þjóðhagsspá fyrir fjárlaganefnd Alþingis á fundi nefndarinnar í dag. Í vor spáði Hagstofan 2,6 prósenta hagvexti en með vísan til nýlegrar spár Alþýðusambands Íslands sem gerði ráð fyrir að hagvöxtur yrði aðeins 0,6 prósent á næsta ári má búast við að þjóðhagsspáin fyrir næsta ár verði svartsýnni en gert var ráð fyrir í vor. Mun það kalla á breytingar á fjárlagafrumvarpi en áætlað er að 2. umræða um fjárlög fari fram 12. nóvember.

Síðastliðið haust þurfti að gera umtalsverðar breytingar á fjárlögum vegna samdráttarspár Hagstofunnar. Hafði fjármálaráðherra sætt töluverðri gagnrýni fyrir bjartsýni í fjárlagafrumvarpi síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×