Handbolti

Stjarnan kastaði frá sér sigrinum gegn Val: Voru fjórum mörkum yfir er tvær mínútur voru eftir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefanía klikkar lokaskoti Stjörnunnar sem hefði gert út um leikinn.
Stefanía klikkar lokaskoti Stjörnunnar sem hefði gert út um leikinn. vísir/skjáskot
Sjötta umferðin í Olís-deild kvenna fór fram í vikunni en stórleikurinn var í Garðabænum þar sem Stjarnan og Valur gerðu jafntefli.

Flestir bjuggust við sigri Íslandsmeistaranna en Stjarnan var fjórum mörkum yfir er um tvær mínútur voru eftir af leiknum.

Stjörnustúlkur fóru hins vegar á taugum og meistararnir náðu að jafna metin áður en yfir lauk. Lokatölur 24-24.

Fram vann svo stórsigur í Kórnum, KA/Þór vann öflugan sigur á ÍBV og Haukar unnu sinn annan í röð er þær höfðu betur gegn Aftureldingu á heimavelli.

Uppgjörið frá 6. umferðinni úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Olís-deild kvenna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×