Nýtt viðskiptaráð eflir tengsl Rússa og Íslendinga 2. nóvember 2019 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands. fréttablaðið/anton brink Efnt var til stofnfundar Rússnesk-íslensks viðskiptaráðs í sendiráði Rússlands í gær. Markmiðið er að styrkja góð tengsl landanna á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasilíev, tóku þátt í stofnfundinum í gær ásamt stjórn og stofnendum ráðsins. Um fjörutíu fyrirtæki í sjávarútvegi og sjávarútvegstækni, matvælaframleiðslu, nýsköpun og ferðaþjónustu, standa að stofnun ráðsins. Bæði er um að ræða fyrirtæki með langa viðskiptasögu í Rússlandi sem og fyrirtæki sem eru nú að hasla sér völl í landinu. Í stjórn viðskiptaráðsins eru Ari Edwald, forstjóri MS, Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Tanya Zharov lögfræðingur, Baldvin Johnsen, 3X Skaginn, Bergur Guðmundsson, Marel, Þorvarður Guðlaugsson, Icelandair, og Natalia Yukhnovskaya, Icelandic Smoked Cod Liver. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir er framkvæmdastjóri ráðsins en hún leiðir alþjóðlegu viðskiptaráðin hjá Viðskiptaráði Íslands. Ari Edwald, nýkjörinn formaður ráðsins, segist finna mikinn áhuga fyrirtækja til samvinnu í markaðssókn á rússneska markaði. „Umsvifin eru það mikil að það er full þörf á að styðja við aukin viðskipti ríkjanna. Við vonumst eftir því að að endingu verði viðskiptin enn liprari en þau eru í dag. Vinátta þjóðanna hefur eflst undanfarin ár og áhugi á samstarfstækifærum er meiri en fyrr,“ segir hann. Að sögn Ara verður fyrsti viðburður ráðsins haldinn í Moskvu 26. nóvember þar sem íslensk fyrirtæki verða kynnt. Viðburðurinn er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar sem utanríkisráðherra leiðir í tengslum við opinbera heimsókn til Moskvu í lok þessa mánaðar. david@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Efnt var til stofnfundar Rússnesk-íslensks viðskiptaráðs í sendiráði Rússlands í gær. Markmiðið er að styrkja góð tengsl landanna á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasilíev, tóku þátt í stofnfundinum í gær ásamt stjórn og stofnendum ráðsins. Um fjörutíu fyrirtæki í sjávarútvegi og sjávarútvegstækni, matvælaframleiðslu, nýsköpun og ferðaþjónustu, standa að stofnun ráðsins. Bæði er um að ræða fyrirtæki með langa viðskiptasögu í Rússlandi sem og fyrirtæki sem eru nú að hasla sér völl í landinu. Í stjórn viðskiptaráðsins eru Ari Edwald, forstjóri MS, Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Tanya Zharov lögfræðingur, Baldvin Johnsen, 3X Skaginn, Bergur Guðmundsson, Marel, Þorvarður Guðlaugsson, Icelandair, og Natalia Yukhnovskaya, Icelandic Smoked Cod Liver. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir er framkvæmdastjóri ráðsins en hún leiðir alþjóðlegu viðskiptaráðin hjá Viðskiptaráði Íslands. Ari Edwald, nýkjörinn formaður ráðsins, segist finna mikinn áhuga fyrirtækja til samvinnu í markaðssókn á rússneska markaði. „Umsvifin eru það mikil að það er full þörf á að styðja við aukin viðskipti ríkjanna. Við vonumst eftir því að að endingu verði viðskiptin enn liprari en þau eru í dag. Vinátta þjóðanna hefur eflst undanfarin ár og áhugi á samstarfstækifærum er meiri en fyrr,“ segir hann. Að sögn Ara verður fyrsti viðburður ráðsins haldinn í Moskvu 26. nóvember þar sem íslensk fyrirtæki verða kynnt. Viðburðurinn er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar sem utanríkisráðherra leiðir í tengslum við opinbera heimsókn til Moskvu í lok þessa mánaðar. david@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira