Golf

McIlroy vann í bráðabana í Sjanghaí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McIlroy með sigurlaunin.
McIlroy með sigurlaunin. vísir/getty

Norður-Írinn Rory McIlroy vann sigur á heimsmótinu í golfi í Sjanghaí í Kína. McIlroy hafði betur gegn Bandaríkjamanninum Xander Schauffele í bráðabana. Sá síðarnefndi átti titil að verja.


Þeir voru báðir á 19 höggum undir pari eftir lokahringinn. McIlroy lék hann á fjórum höggum undir pari en Schauffele á sex höggum undir pari.

Sá bandaríski tryggði sér bráðabana með því að setja niður pútt fyrir fugli á lokaholunni. Það var hans sjöundi fugl á lokahringnum.

McIlroy fékk fugl á fyrstu holunni í bráðabananum en Schauffele aðeins par og það var nóg til að tryggja þeim norður-írska sinn fyrsta sigur á heimsmótinu.

Þetta var jafnframt fjórði sigur McIlroys á PGA-mótaröðinni í ár. Hann tapaði ekki höggi á síðustu tveimur hringjunum á heimsmótinu.

Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku varð þriðji á 17 höggum undir pari. Hann var í 2. sæti fyrir lokahringinn.

Austurríkismaðurinn Matthias Schwab, Victor Perez frá Frakklandi og Mexíkóinn Abraham Ancer voru jafnir í 4. sæti á 15 höggum undir pari.

Matthew Fitzpatrick varð sjötti á 14 höggum undir pari. Englendingurinn var efstur eftir fyrstu tvo hringina.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.