Sportpakkinn: Einn besti leikmaður Olís-deildarinnar er með 15 manns í vinnu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2019 17:04 Eftir að hafa horfið af handboltasviðinu um tíma hefur Guðmundur Árni Ólafsson komið eins og stormsveipur inn í lið Aftureldingar sem er á toppi Olís-deildar karla. Guðmundur Árni lék sem atvinnumaður í Danmörku í nokkur ár en sneri aftur heim til Íslands 2016. „Þegar ég kom heim var ég kominn í fyrirtækjarekstur. Það tók ansi mikinn tíma frá mér og ég hafði mikinn metnað á því sviði,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Ég reyndi eins og ég gat að halda mörgum boltum á lofti en það var erfitt. Ég lét reyna á fyrirtækjareksturinn sem ég er ennþá með. Ég er með um 15 starfsmenn í vinnu og þegar það var komið á mjög góðan stað gat ég farið að einbeita mér aftur að handboltanum og hungrið kom. Ég saknaði þess að spila á hæsta getustigi.“ Eftir að hafa spilað með HK í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili samdi Guðmundur Árni við Aftureldingu í sumar. Þar hitti hann fyrir gamla þjálfarann sinn úr yngri landsliðunum. „Ég þekkti Einar Andra [Einarsson]. Hann er þjálfari að mínu skapi og ég vildi spila undir hans stjórn,“ sagði Guðmundur Árni. Hann verður í eldlínunni þegar Afturelding tekur á móti Haukum í toppslag í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. „Við vitum að Haukar eru með stóra og sterka en frekar passíva vörn miðað við síðustu tímabil. Báðir þjálfarar eru mjög taktíkst öflugir. Það verða einhverjar hrókeringar og menn þurfa að gera breytingar til að aðlagast leiknum,“ sagði Guðmundur Árni. „Ég vona að þetta verði mjög jafnt allan tímann eins og flestir okkar leikir og þetta ráðist á síðustu stundu.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Eftir að hafa horfið af handboltasviðinu um tíma hefur Guðmundur Árni Ólafsson komið eins og stormsveipur inn í lið Aftureldingar sem er á toppi Olís-deildar karla. Guðmundur Árni lék sem atvinnumaður í Danmörku í nokkur ár en sneri aftur heim til Íslands 2016. „Þegar ég kom heim var ég kominn í fyrirtækjarekstur. Það tók ansi mikinn tíma frá mér og ég hafði mikinn metnað á því sviði,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Ég reyndi eins og ég gat að halda mörgum boltum á lofti en það var erfitt. Ég lét reyna á fyrirtækjareksturinn sem ég er ennþá með. Ég er með um 15 starfsmenn í vinnu og þegar það var komið á mjög góðan stað gat ég farið að einbeita mér aftur að handboltanum og hungrið kom. Ég saknaði þess að spila á hæsta getustigi.“ Eftir að hafa spilað með HK í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili samdi Guðmundur Árni við Aftureldingu í sumar. Þar hitti hann fyrir gamla þjálfarann sinn úr yngri landsliðunum. „Ég þekkti Einar Andra [Einarsson]. Hann er þjálfari að mínu skapi og ég vildi spila undir hans stjórn,“ sagði Guðmundur Árni. Hann verður í eldlínunni þegar Afturelding tekur á móti Haukum í toppslag í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. „Við vitum að Haukar eru með stóra og sterka en frekar passíva vörn miðað við síðustu tímabil. Báðir þjálfarar eru mjög taktíkst öflugir. Það verða einhverjar hrókeringar og menn þurfa að gera breytingar til að aðlagast leiknum,“ sagði Guðmundur Árni. „Ég vona að þetta verði mjög jafnt allan tímann eins og flestir okkar leikir og þetta ráðist á síðustu stundu.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15