Handbolti

Bjarki Már markahæstur í tapi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarki Már skorar og skorar fyrir Lemgo
Bjarki Már skorar og skorar fyrir Lemgo vísir/getty
Bjarki Már Elísson fór enn einu sinni fyrir liði Lemgo í þýsku Bundesligunni í handbolta. Lemgo þurfti þó að sætta sig við tap gegn Göppingen.

Bjarki Már skoraði sjö mörk og var markahæstur í liði Lemgo í 34-27 tapinu.

Lemgo hafði verið yfir í fyrri hálfleik og leiddi 16-14 í hálfleik. Gestirnir áttu hins vegar slæman kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir töpuðu forystu sinni og Göppingen kláraði leikinn örugglega.

Balingen-Weilstetten gerði jafntefli við Minden á útivelli.

Oddur Grétarsson skoraði fjögur mörk fyrir Balingen og hafði hægt um sig miðað við oft áður. Tim Nothdurft fór hins vegar á kostum og skoraði 10 mörk fyrir Balingen.

Balingen er í 14. sæti deildarinnar og Lemgo í því 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×