Körfubolti

KR ekki í vandræðum í Stykkishólmi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ástrós Lena átti fínan leik í kvöld.
Ástrós Lena átti fínan leik í kvöld. vísir/bára

KR lenti í engum vandræðum með Snæfell í 6. umferð Dominos-deildar kvenna er liðin mættust í Stykkishólmi í kvöld. Lokatölur 81-57.

Það var ágætis kraftur í KR í fyrri hálfleik en þær leiddu í hálfleik, 42-30. Þær unnu svo þriðja leikhlutann með sjö stigum og lentu aldrei í vandræðum með heimastúlkur.

Sanja Orazovic skoraði 24 stig og tók átta fráköst. Danielle Victoria Rodriguez bætti við fimmtán stigum, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigahæst í liði heimastúlkna. Hún skoraði sextán stig og tók tólf fráköst. Emese Vida kom næst með fjórtán stig og sautján fráköst.

KR er með jafnmörg stig og Valur á toppi deildarinnar en Valur spilar gegn Haukum annað kvöld. Snæfell er með fjögur stig í 6. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.