Handbolti

Botnliðið fær liðsstyrk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Birgir fagnar bikarmeistaratitlinum á síðasta tímabili.
Jóhann Birgir fagnar bikarmeistaratitlinum á síðasta tímabili. vísir/bára

Jóhann Birgir Ingvarsson hefur verið lánaður frá FH til HK. Lánssamningurinn gildir til áramóta.

Jóhann Birgir hefur glímt við meiðsli og vonast er til að hann komist aftur í gang hjá HK.

Kópavogsliðið er án stiga á botni Olís-deildar karla og veitir ekki af liðsstyrk.

Á síðasta tímabili skoraði Jóhann Birgir 2,9 mörk að meðaltali í leik með FH.

Jóhann Birgir gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir HK þegar liðið tekur á móti Val á sunnudaginn.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.