Handbolti

Botnliðið fær liðsstyrk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Birgir fagnar bikarmeistaratitlinum á síðasta tímabili.
Jóhann Birgir fagnar bikarmeistaratitlinum á síðasta tímabili. vísir/bára
Jóhann Birgir Ingvarsson hefur verið lánaður frá FH til HK. Lánssamningurinn gildir til áramóta.Jóhann Birgir hefur glímt við meiðsli og vonast er til að hann komist aftur í gang hjá HK.Kópavogsliðið er án stiga á botni Olís-deildar karla og veitir ekki af liðsstyrk.Á síðasta tímabili skoraði Jóhann Birgir 2,9 mörk að meðaltali í leik með FH.Jóhann Birgir gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir HK þegar liðið tekur á móti Val á sunnudaginn.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.