Viðskipti innlent

Ottó nýr for­stöðu­maður hjá Origo

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ottó Freyr Jóhannsson.
Ottó Freyr Jóhannsson. Mynd/Origo

Ottó Freyr Jóhannsson hefur verið ráðinn forstöðumaður hýsingar- og rekstrarlausna hjá Origo. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Origo.

Ottó hefur starfað hátt í 20 ár hjá Origo og forvera við ýmis störf, allt frá samsetningu á tölvum, notendaþjónustu, viðskiptastýringu og sem forstöðumaður viðskiptastýringar. Hann er með meistarapróf í rafeindavirkjun og rafiðnfræðingur frá HR.

Í tilkynningu segir jafnframt að Ottó sé giftur þriggja barna faðir. Þá sé helsta áhugasvið hans „tónlist og sagnfræðin á bak við tónlist og tónlistarfólk.“

Starfsemi hýsingar- og rekstrarlausna Origo byggist m.a. á þjónustu og ráðgjöf á fjölnota skýjalausnum, miðlægum lausnum, gagnagrunnum, afritun, netkerfum og sýndarlausnum, að því er segir í tilkynningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
8,11
9
94.152
KVIKA
6,76
25
308.808
ARION
4,55
29
389.714
SJOVA
4,18
10
52.541
ORIGO
3,69
4
37.712

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-2,18
3
4.337
REGINN
-2,17
10
174.896
ICEAIR
-2,16
55
23.375
SKEL
-1,49
2
30.781
MAREL
-0,73
42
403.086
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.