Handbolti

Sportpakkinn: Pressa á Kristjáni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján tók við Rhein-Neckar Löwen fyrir tímabilið.
Kristján tók við Rhein-Neckar Löwen fyrir tímabilið. vísir/getty

Ekki hefur gengið sem skyldi hjá þýska handboltaliðinu Rhein-Neckar Löwen í upphafi tímabils. Eftir ellefu umferðir er Löwen í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig.

Kristján Andrésson tók við Ljónunum frá Mannheim af Nikolaj Jacobsen í sumar. Kristján hefur stýrt sænska landsliðinu með frábærum árangri frá 2016. 

Þolinmæðin er ekki mikil í Þýskalandi og allra síst í Mannheim þar sem menn eru góðu vanir síðustu ár.

Kristján ku njóta stuðnings forráðamanna Löwen þótt þolinmæðin vari ekki endalaust.

Frétt Guðjóns Guðmundssonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Löwen byrjar rólega
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.