Fékk ekki að borða á veitingastað í London því hún er kona Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 17:05 Kristín Edwald er mikil veiðikona og í veiðiklúbbnum Strekktar línur. Fréttablaðið/Stefán Kristín Edwald, lögmaður og veiðikona, segist aldrei þessu vant hafa orðið kjaftstopp þegar henni var tjáð í stangveiðiklúbbi í London í dag að konur væru ekki leyfðar á veitingastaðnum. Kristín greinir frá þessu á Facebook og staðfestir í samtali við Vísi. Kristín lýsir því að eldri breskur herramaður hafi boðið henni til hádegisverðar í stangveiðiklúbbi í ensku höfuðborginni. Þegar hún hafi mætt á svæðið hafi starfsmaður veitingastaðarins sagt við breska herramanninn sem hafði boðið Kristínu og fleirum: „Sorry but women are not allowed...“ Hún minnir á að árið sé 2019. „Ég varð aldrei þessu vant kjaftstopp, vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ segir Kristín. Í framhaldinu hafi reiðin blossað upp í henni. En reglum staðarins var ekki breytt og Kristín fékk ekki að snæða á staðnum frekar en aðrar konur. Kristín segist ekki líða misrétti af nokkru tagi, hvorki á grundvelli kyns, kynhneigðar, uppruna eða nokkurs annars.Jón Þór Ólason formaður SVFR.Jón Þór Ólason, lögmaður og formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir í ummælum við færslu Kristínar að hún sé velkomin í félagið. „Velkominn í SVFR Kristín - þar starfrækjum við öfluga kvennadeild og 2 magnaðar konur sitja í stjórn félagsins. Ömurlegt að heyra af svona steinaldar-hugsunarhætti. Annars kom nú fram hjá Loka á baksíðu DV er fyrsta konan settist í stjórn SVFR að nú væri síðasta vígið fallið. En nú er öldin önnur nema í landi þar sem drottning ræður ríkjum.“ Þórunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands sem starfar með Kristínu á lögmannsstofunni Lex, er hneyksluð eins og fleiri. „Ertu að grínast? Ég hélt að þetta væri liðin tíð í landi Bretadrottningar. Ég meina, þeir hleyptu konum inn í golfklúbbinn á St. Andrews árið 2017. Ég hélt að það hefði verið síðasta vígið.“ Íslendingar erlendis Jafnréttismál Stangveiði Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Kristín Edwald, lögmaður og veiðikona, segist aldrei þessu vant hafa orðið kjaftstopp þegar henni var tjáð í stangveiðiklúbbi í London í dag að konur væru ekki leyfðar á veitingastaðnum. Kristín greinir frá þessu á Facebook og staðfestir í samtali við Vísi. Kristín lýsir því að eldri breskur herramaður hafi boðið henni til hádegisverðar í stangveiðiklúbbi í ensku höfuðborginni. Þegar hún hafi mætt á svæðið hafi starfsmaður veitingastaðarins sagt við breska herramanninn sem hafði boðið Kristínu og fleirum: „Sorry but women are not allowed...“ Hún minnir á að árið sé 2019. „Ég varð aldrei þessu vant kjaftstopp, vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ segir Kristín. Í framhaldinu hafi reiðin blossað upp í henni. En reglum staðarins var ekki breytt og Kristín fékk ekki að snæða á staðnum frekar en aðrar konur. Kristín segist ekki líða misrétti af nokkru tagi, hvorki á grundvelli kyns, kynhneigðar, uppruna eða nokkurs annars.Jón Þór Ólason formaður SVFR.Jón Þór Ólason, lögmaður og formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir í ummælum við færslu Kristínar að hún sé velkomin í félagið. „Velkominn í SVFR Kristín - þar starfrækjum við öfluga kvennadeild og 2 magnaðar konur sitja í stjórn félagsins. Ömurlegt að heyra af svona steinaldar-hugsunarhætti. Annars kom nú fram hjá Loka á baksíðu DV er fyrsta konan settist í stjórn SVFR að nú væri síðasta vígið fallið. En nú er öldin önnur nema í landi þar sem drottning ræður ríkjum.“ Þórunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands sem starfar með Kristínu á lögmannsstofunni Lex, er hneyksluð eins og fleiri. „Ertu að grínast? Ég hélt að þetta væri liðin tíð í landi Bretadrottningar. Ég meina, þeir hleyptu konum inn í golfklúbbinn á St. Andrews árið 2017. Ég hélt að það hefði verið síðasta vígið.“
Íslendingar erlendis Jafnréttismál Stangveiði Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira