Handbolti

Guðjón Valur með tvö í þrettán marka sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðjón fagnar marki fyrir PSG
Guðjón fagnar marki fyrir PSG vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson var í eldlínunni með stjörnum prýddu liði PSG í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið fékk Aix í heimsókn.

Aldrei var spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda en PSG vann þrettán marka sigur, 36-23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í leikhléi, 17-12.

Guðjón Valur skoraði tvö mörk úr sex skotum en Sander Sagosen var markahæstur með sex mörk.

PSG að sjálfsögðu með yfirburðarstöðu á toppi deildarinnar; hefur unnið alla átta leiki sína til þessa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.