Viðskipti erlent

Woo­dy Allen og Amazon ná sam­komu­lagi um A Rainy Day in New York

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 83 ára Wood Allen fyrr á árinu.
Hinn 83 ára Wood Allen fyrr á árinu. Getty
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen og verslunar- og framleiðslurisinn Amazon hafa náð samkomulagi um greiðslu til Allen eftir að Amazon ákvað að sýna ekki nýjustu mynd leikstjórans, A Rainy Day in New York.

Þetta þýðir að málið mun ekki fara fyrir dómstóla eða þá að Allen fái þær 68 milljónir Bandaríkjadala sem hann hafði krafist, um 8,2 milljarða króna. Allen sakaði Amazon um að með því að taka myndina ekki til sýninga hafi fyrirtækið verið búið að brjóta gegn samningi.

Allen sagði þegar máli kom upp að Amazon hafi vel vitað um það sem hann kallaði „25 ára, tilhæfulausar ásakanir“ þegar Allen og Amazon gerðu samning árið 2016 um framleiðslu fjögurra kvikmynda.

Forsvarsmenn Amazon ákváðu að taka myndina ekki til sýninga eða markaðssetja myndina eftir að ásakanir um að Allen hafi misnotað stjúpdóttur sína Dylan Farrow í byrjun tíunda áratugarins komu aftur í umræðuna í tengslum við Metoo-hreyfinguna.

Ekki hefur fengist upp gefið hvaða fjárhæðir um ræðir í samkomulagi Allen og Amazon.

A Rainy Day in New York hefur ekki farið í dreifingu í Bandaríkjunum en myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Deauville í Frakklandi í haust.

Tökur á myndinni fóru fram árið 2017, en Jude Law, Rebecca Hall, Selena Gomez og Timothée Chalamet voru í hópi leikara myndarinnar. Chalamet greindi frá því í janúar á síðasta ári að hann myndi gefa öll laun sín vegna hlutverks í myndinni til Time‘s Up hreyfingarinnar sem berst gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni og annarra góðgerðarmála.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,09
85
283.996
BRIM
1,35
3
109.672
VIS
1,28
9
171.521
FESTI
1,05
6
67.546
MAREL
1,04
20
220.169

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,97
8
76.322
KVIKA
-0,23
13
107.345
EIM
-0,17
9
48.735
SKEL
0
1
1.310
EIK
0
4
3.501
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.