Viðskipti innlent

Bein út­sending: Geta net­á­rásir fellt fyrir­tæki?

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn er haldinn í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október.
Fundurinn er haldinn í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október. Stjórnarráðið

Fjallað verður um netárásir á fyrirtæki og stofnanir undir yfirskriftinni Geta netárásir fellt fyrirtæki? á morgunfundi á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Samtaka atvinnulífsins í dag.

Fundurinn er haldinn á Grand hótel og hefst klukkan 8:30 og stendur til 10. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Á fundinum verður meðal annars fjallað um reynslu norskra stórfyrirtækisins Norsk Hydro af alvarlegri netárás. Fundurinn er haldinn í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október.Að neðan má sjá hverjir munu halda fyrirlestur á fundinum:

  • Halvor Molland, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá norska stórfyrirtækinu Norsk Hydro, mun segja frá alvarlegri netárás á fyrirtækið og lærdómi sem draga megi af henni.
  • Nils Kalstad, deildarstjóri upplýsingaöryggis- og fjarskiptadeildar Norska tækniháskólans, NTNU, mun fjalla um samvinnu um netöryggi á milli háskóla, yfirvalda og atvinnulífsinsogmiðstöð sem sett hefur verið upp til að æfa varnir gegn árásum á stofnanir og fyrirtæki.
  • Loks munu Hákon L. Åkerlund og Ægir Þórðarson öryggissérfræðingar frá Landsbankanum fjalla um leiðir til að halda vöku sinni varðandi netógnir framtíðar.
  • Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóriAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.