Viðskipti innlent

Bein út­sending: Geta net­á­rásir fellt fyrir­tæki?

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn er haldinn í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október.
Fundurinn er haldinn í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október. Stjórnarráðið
Fjallað verður um netárásir á fyrirtæki og stofnanir undir yfirskriftinni Geta netárásir fellt fyrirtæki? á morgunfundi á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Samtaka atvinnulífsins í dag.Fundurinn er haldinn á Grand hótel og hefst klukkan 8:30 og stendur til 10. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.Á fundinum verður meðal annars fjallað um reynslu norskra stórfyrirtækisins Norsk Hydro af alvarlegri netárás. Fundurinn er haldinn í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október.Að neðan má sjá hverjir munu halda fyrirlestur á fundinum:

  • Halvor Molland, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá norska stórfyrirtækinu Norsk Hydro, mun segja frá alvarlegri netárás á fyrirtækið og lærdómi sem draga megi af henni.
  • Nils Kalstad, deildarstjóri upplýsingaöryggis- og fjarskiptadeildar Norska tækniháskólans, NTNU, mun fjalla um samvinnu um netöryggi á milli háskóla, yfirvalda og atvinnulífsinsogmiðstöð sem sett hefur verið upp til að æfa varnir gegn árásum á stofnanir og fyrirtæki.
  • Loks munu Hákon L. Åkerlund og Ægir Þórðarson öryggissérfræðingar frá Landsbankanum fjalla um leiðir til að halda vöku sinni varðandi netógnir framtíðar.
  • Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóriFleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0
4
52.475
MAREL
0
8
69.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-4,56
10
126.705
REITIR
-4,03
6
42.780
REGINN
-3,09
15
82.623
SJOVA
-2,88
8
33.092
VIS
-2,16
6
80.631
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.