Körfubolti

Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eva Margrét er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum.
Eva Margrét er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum. vísir/bára
Tveir nýliðar eru í 16 manna æfingahópi sem Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, valdi fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2021.

Þetta eru þær Eva Margrét Kristjánsdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir sem leika báðar með Haukum.

Sylvía Rún Hálfdanardóttir, leikmaður Vals, er í landsliðinu í fyrsta sinn í þrjú ár.

Tvær systur eru í hópnum; Helena og Guðbjörg Sverrisdætur og Bríet Sif og Sara Rún Hinriksdætur. Sú síðastnefnda er sú eina í íslenska hópnum sem leikur erlendis, með Leicester Raiders á Englandi.

Íslenska liðið byrjar að æfa 10. nóvember og mætir svo Búlgaríu í Laugardalshöllinni fimmtudaginn fjórtánda. Íslenska liðið fer svo til Grikklands og mætir heimakonum í Chalkida sunnudaginn 17. nóvember. Endanlegur hópur Íslands telur tólf leikmenn.

Íslenski æfingahópurinn:

Bríet Sif Hinriksdóttir - Grindavík (2)

Dagbjört Dögg Karlsdóttir - Valur (2)

Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík (8)

Eva Margrét Kristjánsdóttir - Haukar (Nýliði)

Guðbjörg Sverrisdóttir - Valur (18)

Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell (34)

Hallveig Jónsdóttir - Valur (19)

Helena Sverrisdóttir - Valur (75)

Hildur Björg Kjartansdóttir - KR (30)

Lovísa Björt Henningsdóttir - Haukar (Nýliði)

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík (6)

Sara Rún Hinriksdóttir - Leicester Raiders, England (17)

Sigrún Björg Ólafsdóttir - Haukar (5)

Sóllilja Bjarnadóttir - KR (5)

Sylvía Rún Hálfdánardóttir - Valur (2)

Þóra Kristín Jónsdóttir - Haukar (15)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×