Frítími og fjölskyldulíf með vinnu Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 31. október 2019 15:00 Við hjá Sjúkraliðafélag Íslands höfum lengi bent á yfirvofandi skort á sjúkraliðum, álag í starfi er mikið og nýliðun í stéttinni er ófullnægjandi. Það er því brýnt að grípa til tafarlausra aðgerða til að sporna við þessari þróun. Á ríkisstjórnarfundi í ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp um betri mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Lengi vel hefur áhersla stjórnvalda verið á aðrar heilbrigðisstéttir og sjúkraliðar mætt afgangi, en okkur hefur loksins tekist að ná áheyrn heilbrigðisyfirvalda þar sem nú verður leitað leiða til að fjölga sjúkraliðum. Starfshópur fyrir sjúkraliða er skipaður fulltrúum stjórnvalda ásamt aðilum frá Háskóla Íslands, Landspítala og Sjúkraliðafélaginu. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum í desember 2019 sem hafa það að markmiði að fjölga bæði nemendum og útskrifuðum sjúkraliðum, og auka möguleika á framhaldsmenntun sjúkraliða. Með vinnu starfshópsins verður leitast við að leggja fram fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar er ljóst að vinnutími skiptir sköpum þegar stefnt er að því að laða fólk til vinnu og því þarf einnig að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði. Í fyrsta lagi þurfum við að horfast í augu við breytt viðhorf unga fólksins til vinnu sem hefur sett sér skýrari mörk um hversu langt vinnan getur gengið gagnvart frítíma og fjölskyldulífi. Í öðru lagi þurfum við að vera upplýst um að vaktavinna er álagsþáttur sem auðveldlega getur leitt til heilsubrests, eins og fjölmörg dæmi eru um. Í þessu verkefni fellst því mikil áskorun en um 89% sjúkraliða eru í vaktavinnu. Þá er meirihluti sjúkraliða í hlutastarfi, meðal annars vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of krefjandi. Allir sem til þekkja vita að hlutverk sjúkraliða í heilbrigðiskerfinu er gríðarlega mikilvægt, það er því brýnt að markvisst sé unnið að því að bæta starfsumhverfið þannig að þeir hverfi ekki úr stéttinni vegna erfiðra starfsskilyrða. Við hjá Sjúkraliðafélaginu leggjum áherslu á í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðinga. Ef við bregðumst ekki við núna og bætum kjör og vinnuaðstæður sjúkraliða, stefnir í fækkun í faginu sem mun leiða af sér ófremdarástand innan heilbrigðiskerfisins.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Tengdar fréttir Vaktavinna er álagsþáttur Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. 24. október 2019 15:15 Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Við hjá Sjúkraliðafélag Íslands höfum lengi bent á yfirvofandi skort á sjúkraliðum, álag í starfi er mikið og nýliðun í stéttinni er ófullnægjandi. Það er því brýnt að grípa til tafarlausra aðgerða til að sporna við þessari þróun. Á ríkisstjórnarfundi í ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp um betri mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Lengi vel hefur áhersla stjórnvalda verið á aðrar heilbrigðisstéttir og sjúkraliðar mætt afgangi, en okkur hefur loksins tekist að ná áheyrn heilbrigðisyfirvalda þar sem nú verður leitað leiða til að fjölga sjúkraliðum. Starfshópur fyrir sjúkraliða er skipaður fulltrúum stjórnvalda ásamt aðilum frá Háskóla Íslands, Landspítala og Sjúkraliðafélaginu. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum í desember 2019 sem hafa það að markmiði að fjölga bæði nemendum og útskrifuðum sjúkraliðum, og auka möguleika á framhaldsmenntun sjúkraliða. Með vinnu starfshópsins verður leitast við að leggja fram fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar er ljóst að vinnutími skiptir sköpum þegar stefnt er að því að laða fólk til vinnu og því þarf einnig að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði. Í fyrsta lagi þurfum við að horfast í augu við breytt viðhorf unga fólksins til vinnu sem hefur sett sér skýrari mörk um hversu langt vinnan getur gengið gagnvart frítíma og fjölskyldulífi. Í öðru lagi þurfum við að vera upplýst um að vaktavinna er álagsþáttur sem auðveldlega getur leitt til heilsubrests, eins og fjölmörg dæmi eru um. Í þessu verkefni fellst því mikil áskorun en um 89% sjúkraliða eru í vaktavinnu. Þá er meirihluti sjúkraliða í hlutastarfi, meðal annars vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of krefjandi. Allir sem til þekkja vita að hlutverk sjúkraliða í heilbrigðiskerfinu er gríðarlega mikilvægt, það er því brýnt að markvisst sé unnið að því að bæta starfsumhverfið þannig að þeir hverfi ekki úr stéttinni vegna erfiðra starfsskilyrða. Við hjá Sjúkraliðafélaginu leggjum áherslu á í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðinga. Ef við bregðumst ekki við núna og bætum kjör og vinnuaðstæður sjúkraliða, stefnir í fækkun í faginu sem mun leiða af sér ófremdarástand innan heilbrigðiskerfisins.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Vaktavinna er álagsþáttur Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. 24. október 2019 15:15
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun