Sakar Gagnaveituna um rangfærslur og blekkingar 31. október 2019 18:28 Fjarskiptafyrirtækin Míla og Gagnaveitan skjóta hvort á annað vegna ljósleiðaratenginga. Fjarskiptafyrirtækið Míla sakar keppinaut sinn Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) um rangfærslur og blekkingar varðandi ásakanir þess um að tæknimenn Mílu aftengi og rífi niður búnað GR á heimilum. Fyrirtækið ætlar að senda formlega kvörtun undan GR til Neytendastofu. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR, hélt því fram í dag að borið hafi á því að Míla aftengdi ljósleiðara GR þegar tæknimenn settu upp búnað á heimilum. Fullyrti hann að þannig takmarkaði Míla val neytenda og samkeppni í fjarskiptainnviðum. Óþarfi væri að aftengja ljósleiðarann og það gæti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. Vísaði Erling til þess að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefði ákveðið fyrir nokkrum vikum að bannað væri að taka annan ljósleiðaraþráð úr sambandi þegar heimili hefði tvo. Í yfirlýsingu sem Jón Ríkharður Kristjánsson, forstjóri Mílu, sendi frá sér vegna ummæla Erlings segir að PFS hafi ákvarðað að Gagnaveitan hafi gengið frá þúsundum tenginga í húsum á höfuðborgarsvæðinu með ólögmætum hætti. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hafi staðfest þá niðurstöðu. „Þau mál sem PFS hefur úrskurðað um snúast um tengingar við inntak ljósleiðara í kjallara fjölbýlishúsa. Þær niðurstöður hefur GR nú tekið og tengt í tilkynningu sinni til fjölmiðla við umfjöllun um ljósleiðarabox sem eru inni í íbúð hjá notendum. Hið rétta er þó að engin mál sem varða box inni í íbúðum hafa verið til umfjöllunar hjá PFS,“ segir Jón Ríkharður í yfirlýsingunni. Telur Jón Ríkharður að GR stundi blekkingar með því láta notendur halda að ákvörðun PFS eigi við um box inni í íbúðum. Það sé vísvitandi rangfærsla sem sé til þess fallin að kasta rýrð á vörumerki Mílu sem samkeppnisaðila GR. Míla ætli að kvarta formlega til Neytendastofu vegna þess.Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu.MílaBiðja húseigendur að hafa varann á gagnvart GR Fullyrðir Míla að fyrirtækið hafi undanfarin ár unnið að því að greiða úr ólöglegum tengingum GR. Í þeirri vinnu hafi mat tæknimanna um hvernig skuli standa að verkiekki farið saman við mat PFS í „örfá skipti“. Þar sem ólöglegu lagnirnar séu til staðar verði ekki komist hjá því að aftengja ljósleiðarabox inni hjá notendum því annars sé ekki hægt að tengja viðskiptavini. Sums staðar sé ekki pláss fyrir tvö box og því þurfi að taka annað niður, óháð því hver eigi boxið sem er fyrir. „Staðan er því sú að þegar aðstæður útheimta hefur GR tekið niður box Mílu rétt eins og Míla hefur tekið niður box GR. Rétt er að taka fram að samkvæmt verðskrá GR kostar það notanda 15.580 kr. að fá GR til að taka niður boxið. Það kann að vera hvati fyrir íbúðareigendur til að biðja fagmenn Mílu um að gera þetta enda hefur húseigandi rétt á að ákveða hvað er uppsett í hans íbúð. Míla mun ítreka fyrir starfsmönnum og samstarfsaðilum að taka ekki niður box annarra nema húseigandi óski þess sérstaklega,“ segir í yfirlýsingu Mílu. Þá segir í yfirlýsingunni að full ástæða sé til að brýna fyrir húseigendum að „hafa varann á þegar kemur að frágangi innanhússlagna á vegum GR“. „Mikilvægt er að krefjast þess að frágangur GR sé í samræmi við reglur því húseigandinn ber ábyrgð á lögninni og mun þurfa að bera kostnaðinn ef þarf að lagfæra hana,“ segir í henni. Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Míla sakar keppinaut sinn Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) um rangfærslur og blekkingar varðandi ásakanir þess um að tæknimenn Mílu aftengi og rífi niður búnað GR á heimilum. Fyrirtækið ætlar að senda formlega kvörtun undan GR til Neytendastofu. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR, hélt því fram í dag að borið hafi á því að Míla aftengdi ljósleiðara GR þegar tæknimenn settu upp búnað á heimilum. Fullyrti hann að þannig takmarkaði Míla val neytenda og samkeppni í fjarskiptainnviðum. Óþarfi væri að aftengja ljósleiðarann og það gæti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. Vísaði Erling til þess að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefði ákveðið fyrir nokkrum vikum að bannað væri að taka annan ljósleiðaraþráð úr sambandi þegar heimili hefði tvo. Í yfirlýsingu sem Jón Ríkharður Kristjánsson, forstjóri Mílu, sendi frá sér vegna ummæla Erlings segir að PFS hafi ákvarðað að Gagnaveitan hafi gengið frá þúsundum tenginga í húsum á höfuðborgarsvæðinu með ólögmætum hætti. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hafi staðfest þá niðurstöðu. „Þau mál sem PFS hefur úrskurðað um snúast um tengingar við inntak ljósleiðara í kjallara fjölbýlishúsa. Þær niðurstöður hefur GR nú tekið og tengt í tilkynningu sinni til fjölmiðla við umfjöllun um ljósleiðarabox sem eru inni í íbúð hjá notendum. Hið rétta er þó að engin mál sem varða box inni í íbúðum hafa verið til umfjöllunar hjá PFS,“ segir Jón Ríkharður í yfirlýsingunni. Telur Jón Ríkharður að GR stundi blekkingar með því láta notendur halda að ákvörðun PFS eigi við um box inni í íbúðum. Það sé vísvitandi rangfærsla sem sé til þess fallin að kasta rýrð á vörumerki Mílu sem samkeppnisaðila GR. Míla ætli að kvarta formlega til Neytendastofu vegna þess.Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu.MílaBiðja húseigendur að hafa varann á gagnvart GR Fullyrðir Míla að fyrirtækið hafi undanfarin ár unnið að því að greiða úr ólöglegum tengingum GR. Í þeirri vinnu hafi mat tæknimanna um hvernig skuli standa að verkiekki farið saman við mat PFS í „örfá skipti“. Þar sem ólöglegu lagnirnar séu til staðar verði ekki komist hjá því að aftengja ljósleiðarabox inni hjá notendum því annars sé ekki hægt að tengja viðskiptavini. Sums staðar sé ekki pláss fyrir tvö box og því þurfi að taka annað niður, óháð því hver eigi boxið sem er fyrir. „Staðan er því sú að þegar aðstæður útheimta hefur GR tekið niður box Mílu rétt eins og Míla hefur tekið niður box GR. Rétt er að taka fram að samkvæmt verðskrá GR kostar það notanda 15.580 kr. að fá GR til að taka niður boxið. Það kann að vera hvati fyrir íbúðareigendur til að biðja fagmenn Mílu um að gera þetta enda hefur húseigandi rétt á að ákveða hvað er uppsett í hans íbúð. Míla mun ítreka fyrir starfsmönnum og samstarfsaðilum að taka ekki niður box annarra nema húseigandi óski þess sérstaklega,“ segir í yfirlýsingu Mílu. Þá segir í yfirlýsingunni að full ástæða sé til að brýna fyrir húseigendum að „hafa varann á þegar kemur að frágangi innanhússlagna á vegum GR“. „Mikilvægt er að krefjast þess að frágangur GR sé í samræmi við reglur því húseigandinn ber ábyrgð á lögninni og mun þurfa að bera kostnaðinn ef þarf að lagfæra hana,“ segir í henni.
Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00