Viðskipti innlent

Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum

Heimir Már Pétursson skrifar
Gagnaveitan byrjaði söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR.
Gagnaveitan byrjaði söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR. Vísir/Gagnaveita Reykjavíkur

Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert hafa borið á því að samkeppnisaðilinn Míla hafi orðið uppvís að því að takmarka val neytenda og hamla þannig samkeppni í fjarskiptainnviðum með því að aftengja ljósleiðara Gagnaveitunnar á heimilum við uppsetningu eigin búnaðar. Þetta sé alger óþarfi og geti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni.

„Og í einhverjum tilfellum án þess að að viðskiptavinirnir viti er ljósleiðaraboxið fjarlægt. Okkur finnst mjög mikilvægt að menn hætti þessu. Frá árinu 2015 höfum við lagt tvo ljósleiðaraþræði í allar íbúðir til þess að samkeppnisaðili get sett upp ljósleiðaraboxið við hliðina á okkar,“ segir Erling Freyr.

Gagnaveitan hafi því byrjað söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR.

„Það er mikil harka á fjarskiptamarkaði. Það er mikið um alls konar tilboð og við viljum hafa það þannig ef fólk vill flakka á milli fjarskiptafélaga að það þurfi ekki að fá uppsetningu inn á heimilið í hvert skipti,“ segir Erling Freyr. 

Í dag séu tveir ljósleiðaraþræðir á flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu og fólk eigi að ráða því sjálft hvort það vilji hafa eitt eða fleiri ljósleiðarabox inni á heimilum sínum.

„Það er betra að hafa bæði boxin. Það er betra fyrir alla upp á framtíðina. Það sem skiptir miklu máli núna er að Póst- og fjarskiptastofnun kom út með ákvörðun fyrir nokkrum vikum sem tók á því að það væri bannað þegar heimili hefur tvo þræði að taka hinn úr sambandi. Þess vegna erum við að ræða þetta núna,“ segir Erling Freyr Guðmundsson.

Vísir er í eigu Sýnar sem á fjarskiptafélagið Vodafone.

Vísir/Gagnaveita Reykjavíkur


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-10,74
84
273.096
REGINN
-4,86
20
183.118
FESTI
-4,64
31
575.612
HAGA
-3,3
24
283.000
BRIM
-3,24
8
39.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.