Origo hagnaðist um 366 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2019 18:56 Finnur Oddsson forstjóri Origo segir að horfur fyrirtækisins séu góðar. Mynd/Origo Origo hf. tilkynnti uppgjör þriðja ársfjórðungs í dag og kemur þar fram að sala á vöru og þjónustu hafi nemið 3,46 milljarðar á þessum ársfjórðungi. Er þetta 9,4 prósent tekjuvöxtur frá sama tímabili á síðasta ári. Heildarhagnaður Origo fyrstu níu mánuði ársins er 366 milljónir. „Við erum ánægð með ágæta tekjuaukningu hjá Origo á þriðja ársfjórðungi, um 9%, og almennt er ákveðinn stöðugleiki í rekstrinum. Tekjuvöxt má að hluta rekja til áframhaldandi aukinna umsvifa í hugbúnaðartengdri starfsemi eins og verið hefur undanfarin misseri. Að auki var töluverð aukning í sölu á notendabúnaði, m.a. vegna kaupa Origo á Strikamerki og Tölvuteki fyrr á árinu,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo. Finnur segir að afkoma fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins sée viðunandi en nokkuð mismunandi á milli starfsþátta. „Afkoma af hugbúnaðartengdri starfsemi var góð, en sala lausna í áskrift til viðskiptavina verður sífellt stærra hlutfall af heildartekjum. Fjárfesting í þróun og nýsköpun er áfram umtalsverð og hefur hugbúnaðarsérfræðingum fjölgað að undanförnu, bæði á Íslandi og erlendis. Origo rekur nú þróunarsetur í Serbíu þar sem nú starfa á annan tug hugbúnaðarsérfræðinga. Lakari afkoma hefur verið af rekstrarþjónustu og sölu á notendabúnaði, en við höfum leitast við að auka hagræði í öllum rekstri, m.a. með útvistun afmarkaðra verkefna og aukinni sjálfvirknivæðingu í eigin starfsemi og fyrir viðskiptavini okkar. Þeirri vegferð verður haldið áfram.“ Segir hann að afkoma í þjónusturekstri Origo sé í járnum og er sérstök áhersla lögð á að leita hagræðis í þessum rekstrarþáttum, með aukinni sjálfvirkni og útvistun einfaldari verkefna út fyrir landsteina. „Sífellt fleiri viðskiptavinir sjá hag sínum betur borgið með útvistun og kaupum á skýjalausnum í áskrift, í stað þess að reka sína eigin tölvuinnviði. Þetta kemur eðlilega niður á sölu á miðlægum búnaði sem sögulega hefur verið þungamiðja í okkar starfsemi, en um leið felast í þessari þróun töluverð tækifæri í ráðgjöf og sölu á skýjalausnum af ýmsu tagi. Því tengt þá er eftirspurn eftir öryggislausnum að aukast verulega, í takt við vitundarvakningu íslenska fyrirtækja á mikilvægi slíkra verkfæra. Við höfum fjárfest sérstaklega í þekkingu og lausnum á þessu sviði og fer sá hópur sérfræðinga í öryggislausnum ört stækkandi hjá okkur, vel studdur af traustu baklandi erlendra samstarfsaðila.“ Hjá Origo erum við stolt af því að vera í 6. sæti Framúrskarandi fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo árið 2019. Þessi sterka staða Origo er afrakstur mikillar vinnu frábærs hóps starfsfólks á undanförnum árum, sem jafnframt verður nýtt í sókn sem er framundan. Við getum enn gert betur á öllum sviðum í okkar rekstri, hvort sem horft er til sölu á búnaði, rekstrarþjónustu eða í hugbúnaðartengdri starfsemi. Að auki horfa viðskiptavinir í auknum mæli til ávinnings af upplýsingatækni til að efla þeirra rekstur, og þar erum við hjá Origo í góðri stöðu til að hjálpa til. Horfur í rekstri Origo eru því góðar.“ Markaðir Upplýsingatækni Tengdar fréttir Björn Markús nýr sölustjóri hjá Origo Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Þjónustulausnum upplýsingatæknifyrirtækisins Origo. 30. október 2019 10:46 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Origo hf. tilkynnti uppgjör þriðja ársfjórðungs í dag og kemur þar fram að sala á vöru og þjónustu hafi nemið 3,46 milljarðar á þessum ársfjórðungi. Er þetta 9,4 prósent tekjuvöxtur frá sama tímabili á síðasta ári. Heildarhagnaður Origo fyrstu níu mánuði ársins er 366 milljónir. „Við erum ánægð með ágæta tekjuaukningu hjá Origo á þriðja ársfjórðungi, um 9%, og almennt er ákveðinn stöðugleiki í rekstrinum. Tekjuvöxt má að hluta rekja til áframhaldandi aukinna umsvifa í hugbúnaðartengdri starfsemi eins og verið hefur undanfarin misseri. Að auki var töluverð aukning í sölu á notendabúnaði, m.a. vegna kaupa Origo á Strikamerki og Tölvuteki fyrr á árinu,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo. Finnur segir að afkoma fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins sée viðunandi en nokkuð mismunandi á milli starfsþátta. „Afkoma af hugbúnaðartengdri starfsemi var góð, en sala lausna í áskrift til viðskiptavina verður sífellt stærra hlutfall af heildartekjum. Fjárfesting í þróun og nýsköpun er áfram umtalsverð og hefur hugbúnaðarsérfræðingum fjölgað að undanförnu, bæði á Íslandi og erlendis. Origo rekur nú þróunarsetur í Serbíu þar sem nú starfa á annan tug hugbúnaðarsérfræðinga. Lakari afkoma hefur verið af rekstrarþjónustu og sölu á notendabúnaði, en við höfum leitast við að auka hagræði í öllum rekstri, m.a. með útvistun afmarkaðra verkefna og aukinni sjálfvirknivæðingu í eigin starfsemi og fyrir viðskiptavini okkar. Þeirri vegferð verður haldið áfram.“ Segir hann að afkoma í þjónusturekstri Origo sé í járnum og er sérstök áhersla lögð á að leita hagræðis í þessum rekstrarþáttum, með aukinni sjálfvirkni og útvistun einfaldari verkefna út fyrir landsteina. „Sífellt fleiri viðskiptavinir sjá hag sínum betur borgið með útvistun og kaupum á skýjalausnum í áskrift, í stað þess að reka sína eigin tölvuinnviði. Þetta kemur eðlilega niður á sölu á miðlægum búnaði sem sögulega hefur verið þungamiðja í okkar starfsemi, en um leið felast í þessari þróun töluverð tækifæri í ráðgjöf og sölu á skýjalausnum af ýmsu tagi. Því tengt þá er eftirspurn eftir öryggislausnum að aukast verulega, í takt við vitundarvakningu íslenska fyrirtækja á mikilvægi slíkra verkfæra. Við höfum fjárfest sérstaklega í þekkingu og lausnum á þessu sviði og fer sá hópur sérfræðinga í öryggislausnum ört stækkandi hjá okkur, vel studdur af traustu baklandi erlendra samstarfsaðila.“ Hjá Origo erum við stolt af því að vera í 6. sæti Framúrskarandi fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo árið 2019. Þessi sterka staða Origo er afrakstur mikillar vinnu frábærs hóps starfsfólks á undanförnum árum, sem jafnframt verður nýtt í sókn sem er framundan. Við getum enn gert betur á öllum sviðum í okkar rekstri, hvort sem horft er til sölu á búnaði, rekstrarþjónustu eða í hugbúnaðartengdri starfsemi. Að auki horfa viðskiptavinir í auknum mæli til ávinnings af upplýsingatækni til að efla þeirra rekstur, og þar erum við hjá Origo í góðri stöðu til að hjálpa til. Horfur í rekstri Origo eru því góðar.“
Markaðir Upplýsingatækni Tengdar fréttir Björn Markús nýr sölustjóri hjá Origo Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Þjónustulausnum upplýsingatæknifyrirtækisins Origo. 30. október 2019 10:46 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Björn Markús nýr sölustjóri hjá Origo Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Þjónustulausnum upplýsingatæknifyrirtækisins Origo. 30. október 2019 10:46