Handbolti

Einar Andri: Alltof snemmt að spá í því

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Einar Andri Einarsson og aðstoðarmaður hans, Ásgeir Jónsson.
Einar Andri Einarsson og aðstoðarmaður hans, Ásgeir Jónsson. vísir/bára
Afturelding er á toppi Olís deildarinnar eftir frábæran sigur á Selfossi í kvöld. Eftir að hafa elt allan leikinn tókst þeim að snúa leiknum við.

„Ég er mjög ánægður, mér fannst við spila frábæran seinni hálfleik. Við vorum í basli allan fyrri hálfleikinn, sérstaklega varnarlega. Þetta var gríðalegur karakter að halda áfram og klára þetta,“ sagði þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson.

„Við breyttum aðeins varnarleikum og vorum aggressívari á Hauk. Hann var búinn að fara illa með okkur í fyrri hálfleik. Við náðum ekki því fram sem við lögðum upp með fyrir leikinn en við vorum með gott plan b sem gekk upp.“

„Arnór fór svo að verja líka þarna og svo var sóknarleikurinn frábær allan leikinn.“

Haukur Þrastarson var spilaði stórkostlegan leik í fyrri hálfleik og réðu varnarmenn Aftureldingar ekkert við hann. Einar Andri segir að þeir hafi reynt að koma ákvarðanatökunni yfir á aðra leikmenn og með því náð tökum á sóknarleiknum þeirra.

„Við vissum að það mæðir mikið á honum, það er erfitt að spila heilan leik jafn vel og hann gerði í fyrri hálfleik, það fer mikil orka í þetta þótt hann sé nátturlega stórkostlegur. Við náðum að koma ákvarðanatökunni í sóknarleiknum yfir á aðra og það skilaði sér,“ sagði Einar Andri sem segir að eftir að þeir lokuðu á Hauk Þrastarson þá náðu þeir að snúa leiknum við.

Afturelding er nú á toppi deildarinnar ásamt Haukum með 12 stig, en þeir hafi spilað virkilega vel í upphafi tímabils. Einar segir að þeir séu með lið til að halda sér á toppnum og stefnan sé tekin á það.

„Ég kíki ekkert á töfluna fyrr en eftir fyrri umferðina þegar allir eru búnir að spila við alla. Það er alltof snemmt að fara að spá fyrir því en við stefnum að sjálfsöðgu að því eins og önnur lið að vera á toppnum í vor,“ sagði Einar AndrI.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×