Að hanga heima Lára G. Sigurðardóttir skrifar 21. október 2019 07:00 Þegar ég var yngri voru stífar æfingar daginn fyrir hæðarmælingu hjá skólahjúkrunarfræðingnum: Stattu bein í baki, lyftu upp bringunni og teygðu úr hálsinum eins og sé verið að draga þig upp á hnakkadrambinu. Tugir ára hafa liðið síðan en samt man ég þetta eins og hafi gerst í gær. Ég er ekki af hávöxnu kyni og því skipti hver millimetri máli í mælingum sem þessum. Hæðarmetið mitt var 160,5 cm - þessi hálfi var alltaf tiltekinn þegar ég var spurð um hæð. Í læknanáminu lærði ég að við byrjum að skreppa saman eftir 25 ára aldur því liðbil hryggjarliðanna minnka með árunum. Eina leiðin til að stækka eftir það væri á þverveginn. Eftir það hætti ég að hæðarmæla mig og hélt mig við töluna þegar ég var sem spengilegust. Allt þangað til ég fór nýverið í læknisheimsókn í Bandaríkjunum. Þar ertu hæðarmældur í hverri heimsókn eins og í ungbarnaeftirliti. Ég rak upp stór augu þegar mér var tilkynnt að ég hefði slegið hæðarmet mitt um 1,5 cm. Hóflega bjartsýn taldi ég að um skekkju væri að ræða en þegar næstu þrjár mælingar sögðu allar það sama á mismunandi stöðum og hjá mismunandi aðilum, þá runnu á mig tvær grímur. Getur fullvaxta manneskja lengst? Það kæmi mér ekki á óvart að það að klifra, ástunda yoga og hanga mikið heima (sem er Yin Yoga æfing) hafi teygt úr stelpunni. Enda var kennt í Yin Yoga námi sem ég sótti að ákveðnar æfingar geti lengt liðbilin og snúið við samskreppingarferlinu. Ólafur Ragnar sagði eftirminnilega í forsetatíð sinni við Everestfarana að þjóðin væri í skýjunum. Ég á vissulega nokkuð í land með að komast það hátt en það er gaman til þess að hugsa að það geti tognað eilítið á okkur seinna á ævinni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri voru stífar æfingar daginn fyrir hæðarmælingu hjá skólahjúkrunarfræðingnum: Stattu bein í baki, lyftu upp bringunni og teygðu úr hálsinum eins og sé verið að draga þig upp á hnakkadrambinu. Tugir ára hafa liðið síðan en samt man ég þetta eins og hafi gerst í gær. Ég er ekki af hávöxnu kyni og því skipti hver millimetri máli í mælingum sem þessum. Hæðarmetið mitt var 160,5 cm - þessi hálfi var alltaf tiltekinn þegar ég var spurð um hæð. Í læknanáminu lærði ég að við byrjum að skreppa saman eftir 25 ára aldur því liðbil hryggjarliðanna minnka með árunum. Eina leiðin til að stækka eftir það væri á þverveginn. Eftir það hætti ég að hæðarmæla mig og hélt mig við töluna þegar ég var sem spengilegust. Allt þangað til ég fór nýverið í læknisheimsókn í Bandaríkjunum. Þar ertu hæðarmældur í hverri heimsókn eins og í ungbarnaeftirliti. Ég rak upp stór augu þegar mér var tilkynnt að ég hefði slegið hæðarmet mitt um 1,5 cm. Hóflega bjartsýn taldi ég að um skekkju væri að ræða en þegar næstu þrjár mælingar sögðu allar það sama á mismunandi stöðum og hjá mismunandi aðilum, þá runnu á mig tvær grímur. Getur fullvaxta manneskja lengst? Það kæmi mér ekki á óvart að það að klifra, ástunda yoga og hanga mikið heima (sem er Yin Yoga æfing) hafi teygt úr stelpunni. Enda var kennt í Yin Yoga námi sem ég sótti að ákveðnar æfingar geti lengt liðbilin og snúið við samskreppingarferlinu. Ólafur Ragnar sagði eftirminnilega í forsetatíð sinni við Everestfarana að þjóðin væri í skýjunum. Ég á vissulega nokkuð í land með að komast það hátt en það er gaman til þess að hugsa að það geti tognað eilítið á okkur seinna á ævinni!
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun