Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2019 15:46 Mynd sem tekin var við starfsstöð Boeing í Seattle. AP/Elaine Thompson Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, þurfa þó einhverjar vikur til að tryggja að úrræði Boeing dugi til. Þetta sagði Steve Dickson, forstjóri FAA, í dag. Galli í hugbúnaði flugvélanna er talinn hafa valdið tveimur flugslysum sem urðu 346 manns að bana. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Síðan þá hafa flugvélarnar verið kyrrsettar víða um heim og pantanir flugfélaga frá Boeing sömuleiðis. Fyrirtækið vonast til þess að koma þeim aftur í loftið seinna á þessu ári. Dickson sagði á ráðstefnu í dag, samkvæmt frétt Reuters, að FAA hefði fengið nýjar uppfærslur fyrir hugbúnaðinn og önnur gögn. Hann sagði þó mikla vinnu fyrir höndum og að 737 MAX-flugvélarnar færu ekki aftur í loftið fyrr en hann væri sannfærður um að þær væru fyllilega öruggar. Um helgina bárust fregnir af því að starfsmenn Boeing hafi vitað af göllum flugvélanna. Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, þurfa þó einhverjar vikur til að tryggja að úrræði Boeing dugi til. Þetta sagði Steve Dickson, forstjóri FAA, í dag. Galli í hugbúnaði flugvélanna er talinn hafa valdið tveimur flugslysum sem urðu 346 manns að bana. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Síðan þá hafa flugvélarnar verið kyrrsettar víða um heim og pantanir flugfélaga frá Boeing sömuleiðis. Fyrirtækið vonast til þess að koma þeim aftur í loftið seinna á þessu ári. Dickson sagði á ráðstefnu í dag, samkvæmt frétt Reuters, að FAA hefði fengið nýjar uppfærslur fyrir hugbúnaðinn og önnur gögn. Hann sagði þó mikla vinnu fyrir höndum og að 737 MAX-flugvélarnar færu ekki aftur í loftið fyrr en hann væri sannfærður um að þær væru fyllilega öruggar. Um helgina bárust fregnir af því að starfsmenn Boeing hafi vitað af göllum flugvélanna.
Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira