Viðskipti innlent

FME finnur að tryggingafélagi

Björn Þorfinnsson skrifar
Húsakynni fjármálaeftirlitsins.
Húsakynni fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið/Vilhelm
Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við fjárfestingaferli Tryggingamiðstöðvarinnar. Um er að ræða niðurstöður vettvangsathugunar hjá tryggingafélaginu í maí á þessu ári.

Í fyrsta lagi taldi stofnunin að í eftirliti áhættustýringar með fjárfestingaáhættu hafi ekki falist eftirlit með að fjárfestingarheimildum væri fylgt.

Þá hafi verklag við verðmat á óskráðum eignum ekki komið í veg fyrir hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti.

Að endingu var skjölun fjárfestingaákvarðana talið ábótavant.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×