Eldur í rafbílum Þórhallur Guðmundsson skrifar 23. október 2019 07:19 Mikið er til af slúðursögum um rafbifreiðar. Hálfur sannleikur og slettur hafa fengið næga umfjöllun í fjölmiðlum og hafa fengið marga til að efast um kaup á rafbifreiðum. Þeir sem halda uppi mótbárum gegn rafbifreiðum eru annaðhvort hagsmunaaðilar sem vilja ekki að rafbifreiðar verði helsti kostur neytenda eða hinir sem vita einfaldlega ekki betur og skortir þekkingu á málaflokknum. Já, það hafa Teslur orðið eldi að bráð og krassandi fréttum og djörfum fyrirsögnum verið slegið upp í virtum dagblöðum og tímaritum út um allan heim. Enginn vill aka bíl sem skyndilega springur upp í loga eða er líklegur til að kvikni í honum eftir árekstur. En hversu oft kviknar í Tesla-bifreiðum í raun og veru? Fyrsti tilkynnti eldurinn sem kom upp hjá Tesla varð þann 1. október 2013 eftir að Model S varð eldi að bráð eftir að hafa keyrt á stórt málmstykki á veginum á miklum hraða. Síðan þá hefur kviknað í alls 40 Teslum víða um heim. Meirihlutinn af þeim eldum kom í kjölfar skelfilegra háhraðaárekstra sem rifu upp Lithium-Ion-rafhlöðupakkana. Allir voru rannsakaðir af staðbundnum yfirvöldum, þar á meðal stofnunum eins og Samgönguöryggisstofu Ameríku. Engin þeirra hefur nokkurn tíma kennt um hönnun eða samsetningu Teslabifreiða. Og í öllum tilvikum, þar á meðal íkviknun vegna rangt uppsetts hleðslutækis, hefur Tesla skoðað og uppfært öryggiskerfi bílanna til að koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig. Byggt á síðustu tiltækum tölulegu gögnum, þá kviknar í fimm Teslum fyrir hverja 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru samanborið við fimmtíu og fimm elda á 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru á jarðefnaeldsneytisbifreiðum. Síðustu tölur sem í boði eru frá Forvarnarsamtökum National Fire árið 2015 benda til þess að það hafi verið 174.000 brunar í jarðefnaeldsneytisbifreiðum í Bandaríkjunum það ár eða að meðaltali einn á þriggja mínútna fresti, sem leiddi til 445 dauðsfalla. Í maí síðastliðnum dóu þrír einstaklingar þegar bensínstöð í Virginíu sprakk í loft upp. Í febrúar eyðilögðust tveir bílar þegar bensínstöð í Norður-Karólínu brann til kaldra kola. Hingað til hafa engin dauðsföll í Tesla-bifreiðum eða í öðrum tegundum rafbifreiða verið rakin til elds. Einnig má nefna að flestir hafa ekki miklar áhyggjur af því að kvikni skyndilega í farsímum, fartölvum, þráðlausum verkfærum eða öðru sem notar rafhlöður þrátt fyrir að þau falli í gólfið og brotni. Á síðasta ári innkallaði Ford 440.000 jarðefnaeldsneytisbifreiðar, 2.000.000 Ford F150 voru innkallaðar vegna eldhættu í búnaði sætisbelta eins skrýtið og það hljómar. Einnig á síðasta ári voru innkallaðar 1.600.000 BMW jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna eldhættu. Ekki hefur verið ein innköllun á rafbifreiðum vegna eldhættu. Því er hægt að fullyrða að bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti og sérstaklega metanbifreiðar sem geyma gas undir þrýstingi eru töluvert hættulegri þegar kemur að eldhættu.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Mikið er til af slúðursögum um rafbifreiðar. Hálfur sannleikur og slettur hafa fengið næga umfjöllun í fjölmiðlum og hafa fengið marga til að efast um kaup á rafbifreiðum. Þeir sem halda uppi mótbárum gegn rafbifreiðum eru annaðhvort hagsmunaaðilar sem vilja ekki að rafbifreiðar verði helsti kostur neytenda eða hinir sem vita einfaldlega ekki betur og skortir þekkingu á málaflokknum. Já, það hafa Teslur orðið eldi að bráð og krassandi fréttum og djörfum fyrirsögnum verið slegið upp í virtum dagblöðum og tímaritum út um allan heim. Enginn vill aka bíl sem skyndilega springur upp í loga eða er líklegur til að kvikni í honum eftir árekstur. En hversu oft kviknar í Tesla-bifreiðum í raun og veru? Fyrsti tilkynnti eldurinn sem kom upp hjá Tesla varð þann 1. október 2013 eftir að Model S varð eldi að bráð eftir að hafa keyrt á stórt málmstykki á veginum á miklum hraða. Síðan þá hefur kviknað í alls 40 Teslum víða um heim. Meirihlutinn af þeim eldum kom í kjölfar skelfilegra háhraðaárekstra sem rifu upp Lithium-Ion-rafhlöðupakkana. Allir voru rannsakaðir af staðbundnum yfirvöldum, þar á meðal stofnunum eins og Samgönguöryggisstofu Ameríku. Engin þeirra hefur nokkurn tíma kennt um hönnun eða samsetningu Teslabifreiða. Og í öllum tilvikum, þar á meðal íkviknun vegna rangt uppsetts hleðslutækis, hefur Tesla skoðað og uppfært öryggiskerfi bílanna til að koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig. Byggt á síðustu tiltækum tölulegu gögnum, þá kviknar í fimm Teslum fyrir hverja 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru samanborið við fimmtíu og fimm elda á 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru á jarðefnaeldsneytisbifreiðum. Síðustu tölur sem í boði eru frá Forvarnarsamtökum National Fire árið 2015 benda til þess að það hafi verið 174.000 brunar í jarðefnaeldsneytisbifreiðum í Bandaríkjunum það ár eða að meðaltali einn á þriggja mínútna fresti, sem leiddi til 445 dauðsfalla. Í maí síðastliðnum dóu þrír einstaklingar þegar bensínstöð í Virginíu sprakk í loft upp. Í febrúar eyðilögðust tveir bílar þegar bensínstöð í Norður-Karólínu brann til kaldra kola. Hingað til hafa engin dauðsföll í Tesla-bifreiðum eða í öðrum tegundum rafbifreiða verið rakin til elds. Einnig má nefna að flestir hafa ekki miklar áhyggjur af því að kvikni skyndilega í farsímum, fartölvum, þráðlausum verkfærum eða öðru sem notar rafhlöður þrátt fyrir að þau falli í gólfið og brotni. Á síðasta ári innkallaði Ford 440.000 jarðefnaeldsneytisbifreiðar, 2.000.000 Ford F150 voru innkallaðar vegna eldhættu í búnaði sætisbelta eins skrýtið og það hljómar. Einnig á síðasta ári voru innkallaðar 1.600.000 BMW jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna eldhættu. Ekki hefur verið ein innköllun á rafbifreiðum vegna eldhættu. Því er hægt að fullyrða að bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti og sérstaklega metanbifreiðar sem geyma gas undir þrýstingi eru töluvert hættulegri þegar kemur að eldhættu.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun